Örvitinn

Dalai Lama er ekkert merkilegri en ég

Ég get talað í gátum alveg eins og hann.

Hans heilagleiki herra Lama

Ef við trúum því bókstaflega að Dalai Lama sé endurholdgun fyrri manna sem báru þennan titil þá verður ferill hans áhugaverður. Hann ber þá persónulega ábyrgð á þeim voðaverkum sem voru framin í Tíbet á stjórnartímum forvera sinna. Við vitum augljóslega að hann er bara einhver náungi sem fæddist á heppilegum tíma miðað við andlát fyrri Dalai Lama en samkvæmt hans eigin trúarkerfi er ábyrgðin á höndum hans. Íslenskir blaðamenn mættu gjarnan lesa sér til um sögu Tíbet og spyrja hann hvers vegna honum þótti áður fyrr allt í lagi að höggva líkamsparta af fólki í refsingarskyni. #

Í alvöru talað, hvað er svona merkilegt við Dalai Lama?

Einu sinni reyndi ég að ræða við konu um Dalai Lama og ástandið í Tíbet, hún varð afskaplega reið þegar ég gaf í skyn að hann væri kannski ekkert rosalega frábær. Mér fannst eins og Dalai Lama sé dálítið heilög kú og því sé sennilega ekki vinsælt að ræða um hann á gagnrýninn hátt.

Eins og Óli Gneisti bendir á í greininni er það ekki stuðningur við Kínverja og kúgun þeirra á Tíbetum þó maður setji spurningamerki við trúarleiðtogann margendurholdgaða.

efahyggja vísanir
Athugasemdir

Arngrímur - 28/05/09 15:40 #

Ég gef ekki mikið fyrir þessa trú hans. En svipti maður dulrænu slikjunni ofanaf því sem hann hefur skrifað, þá stendur ýmislegt ágætt eftir. Ætli virðing vesturlandabúa stafi ekki fyrst og fremst af því fremur en þeirri bábilju að hann sé einhver kall endurfæddur.

Matti - 28/05/09 15:42 #

En svipti maður dulrænu slikjunni ofanaf því sem hann hefur skrifað, þá stendur ýmislegt ágætt eftir.

Já, ég hef heyrt það. Það sem ég hef séð og heyrt síðustu vikur hefur aðallega verið frekar froðukennt hjal um frið og virðingu fyrir trúarskoðunum. Ekkert slæmur boðskapur í sjálfu sér, en ekkert rosalega merkilegur heldur.

Ég er ekki að halda því fram að karlinn sé eitthvað ómerkilegri en annað frægt fólk, en er það ekki bara málið. Hann er frægur.

Gurrí - 28/05/09 21:21 #

Alltaf frískandi að koma hingað, hélt að ég væri ein um að missa mig ekki yfir komu DL til Íslands. Nú veit ég betur.

Erna - 28/05/09 22:07 #

Dalai Lama á alla mína virðingu fyrir að vera einn mesti PR snillingur okkar tíma. Ég ber virðingu fyrir málstað Tíbeta, sem Íslendingur samsamar maður sig kannski aðeins með löndum sem standa í sjálfstæðisbaráttu... En það gerir mann náttúrulega ekki að búddista.

Það falla margir fyrir tíbetanska búddismanum því hann hefur að geyma hugmyndir sem kristið fólk þekkir vel, eins og samúð (e. compassion) og fleira sem okkur hefur verið innrætt og því er auðvelt að svissa því hugmyndafræðin er að mörgu leyti kunnugleg. Þess vegna á Dalai Lamann vel upp á pallborðið hjá vestrænu fólki...

Guðmundur B - 29/05/09 22:41 #

Þú ættir nú að athuga hvort þú eða hann sé merkilegri í hugum fólks og fá þannig svar við spurningunni, prófa þú að bjóða upp á fyrirlestur á sama tíma og sjáum hvor viðburðurinn verður fjölmennari.

Matti - 29/05/09 22:44 #

Mér finnst rosalega gaman að vitna í sjálfan mig:

Ég er ekki að halda því fram að karlinn sé eitthvað ómerkilegri en annað frægt fólk, en er það ekki bara málið. Hann er frægur.

Hann er varla mjög merkilegur ef þér finnst eðlilegt að bera hann saman við mig.

Hvað hefur Dalai Lama sagt eða gert sem er svona ofsalega merkilegt?

Haukur - 29/05/09 22:55 #

Mér finnst hann nú dálítið merkilegur. Það er að minnsta kosti dálítið merkilegt að þeókrati frá fátæku landi hafi getað náð slíkum vinsældum.

Ýmsir trúleysingjar hafa meira að segja verið hrifnir af honum, bæði Carl Sagan og Sam Harris.

Matti - 29/05/09 22:57 #

Ég er enn að leita að (góðri) ástæðu til að vera (voðalega) hrifinn af honum :-)

Haukur - 29/05/09 23:06 #

Sagan var hrifinn af því að hann sagði að vísindin ættu síðasta orðið þegar niðurstöður þeirra væru í andstöðu við trúarbrögðin. Þetta er einhvers staðar í Demon-Haunted World en ég finn ekki mitt eintak í svipinn, ætli ég hafi ekki lánað það. Kannski þú gætir gefið DL prik af svipuðum ástæðum.

Ég held að Harris sé hrifinn af honum af trúarlegum ástæðum, hann er svo mikið í búddismanum. Mér finnst miklu ólíklegra að þetta virki fyrir þig :-)

Matti - 29/05/09 23:09 #

Ég lánaði líka mitt eintak af DHW.

Hann fær þá prik fyrir að hæla vísindum, mínus fyrir afturhaldssemi gagnvart samkynhneigð.

En fjandakornið, það hafa nú fleiri talað fallega um vísindi :-)

Haukur - 29/05/09 23:22 #

Allt í lagi, má ég þá ekki bara ræna þræðinum.

Ég hef hugsað mér að skrifa stutta Wikipediugrein um trúleysi og sekúlarisma á Íslandi. Þetta er það sem mér dettur í hug að setja í greinina:

  • Níels Dungal, bókin hans og deilur við biskupinn.

  • Helgi Hóseasarson.

  • Siðmennt.

  • Vantrú.

  • Tölfræði frá Hagstofunni (um hlutfall mannfjöldans sem er skráð utan trúfélaga, hlutfall borgaralegra hjónavígslna og e.t.v. fleira).

Dettur þér (eða öðrum sem þetta lesa) fleira í hug sem ætti heima í slíkri grein? Sem Wikipediu-béus er ég alveg bundinn af útgefnum skriflegum heimildum og get ekki stundað frumrannsóknir.

Ég myndi gjarnan þiggja eina eða tvær myndir af samkomum hjá Vantrú og Siðmennt ef slíkt liggur einhvers staðar á lausu.

Matti - 29/05/09 23:31 #

Kannski þú getir fundið eitthvað um Stephan G. Stephansson. #

Ég veit ekki alveg með myndir. "Samkomur" vantrúar felast yfirleitt bara í því að fólk kemur saman, borðar mat, drekkur og spjallar. Eigum myndir af bingói á föstudaginn langa og einhverju slíku.

Siðmennt er með myndir af athöfnum sínum, eflaust hægt að nota eitthvað gott þar.

Haukur - 29/05/09 23:39 #

Já, ágæt ábending með Stephan, ég þarf að athuga það.

Einmitt, það væri best að fá bingóið eða e-n slíkan aktívisma. Kannski jafnvel Svarthöfða.

Ef einhver á mynd af Helga með skilti væri það líka snilld. Ég held ég hafi aldrei sjálfur aulast til að taka af honum mynd.

Haukur - 30/05/09 00:01 #

Svo kannski almennt eitthvað um kommúnista/vinstri-sósíalista - þeir hafa iðulega verið guðlausir hér eins og annars staðar. Ég veit samt ekki hvort ég get fundið heppilegar heimildir um það, einmitt af því að þetta er svo augljóst.

Annað mál er nýheiðnin, frá Helga Pjeturss og frameftir. Þetta er svolítið flókið mál en andkirkjuleg eða sekúlarísk barátta á Íslandi hefur stundum valið sér þann farveg. Það voru t.d. náungar úr Ásatrúarfélaginu sem dreifðu áróðri gegn páfanum þegar hann kom í heimsókn hér um árið. Margir í því trúfélagi telja sig trúleysingja. Það er hins vegar misskilningur sem stundum sést að þar séu eintómir trúleysingjar.

Jæja, það er auðvelt að gera þetta allt of flókið - ég byrja á því sem er einfalt og ég er með góðar heimildir um.

Matti - 30/05/09 12:19 #

Það er stórfyndin grein um Dalai Lama í Fréttablaðinu í dag. Mæli með henni.

Haukur - 30/05/09 12:33 #

Hún er greinilega dálítil týpa þessi Þórhalla.

Kalli - 31/05/09 00:43 #

Ég tók einhverjar myndir á bingóinu 2008, að mig minnir, og þær eru allar undir mjög opnu CC leyfi sem ætti að vera Wikipedia þóknanlegt.

Haukur - 31/05/09 10:25 #

Glæsilegt, Karl! Þú vanmetur samt aðeins hvað Wikipedia er mikil frekjudós :) Einu CC-leyfin sem hún tekur gild eru CC-BY-SA og CC-BY; CC-BY-ND dugar ekki.

En ef þú ert til í að opna aðeins leyfin á einhverjum myndanna þá er þessi til dæmis fín. Mér finnst þessi líka skemmtileg, gaman að hafa þinghúsið með og fánann í hálfa stöng.

Haukur - 31/05/09 16:52 #

Þetta sýnir vel hvað DL-14 er mikill PR-snillingur, meira að segja Kalli sjálfur hrífst með.

Skoðum þetta annars aðeins:

Það sem hefur mest áhrif á mig í kristindóminum eru áhrif hans á samfélagið. Það er augljóst hér á Norðurlöndum þar sem áhrif hans hafa verið svo sterk. Þess vegna verð ég að segja að ég er hrifinn af því hverju kristindómurinn hefur komið til leiðar hvað varðar fræðslu, heilsuvernd og umönnun sjúkra og réttlæti.

Ætli sé til einhver sagnfræðingur sem aðhyllist þessa söguskoðun? Þ.e.a.s. að hin sósíal-demókratísku gildi sem norrænu samfélögin eru grundvölluð á sé eitthvað sem kristindómurinn hafi "komið til leiðar"?

Hólmfríður Pétursdóttir - 31/05/09 21:25 #

Dalai Lama er miklu merkilegri en þú í augum flestra. Í augum þeirra sem elska þig ert þú merkilegri en hann.

Kalli - 31/05/09 21:46 #

Ansi finnst mér Wikipedia skrítin þegar kemur að CC leyfum, Haukur.

Ég ætla að skoða þessi leyfi aðeins. Smelli kannski CC-BY-SA á einhverjar myndir. Á örugglega ósvaraðan póst frá einhverjum vegna Wikipedia mynda líka. Svo ég get farið að afgreiða þessi mál í bunkum :p

Matti - 31/05/09 21:48 #

Hann er semsagt frægur. Ég veit að hann er frægur. Ég var ekkert að efast um að fólki þætti hann merkilegur en fólki finnst Paris Hilton líka ansi merkileg.

Annars er ég að glápa á Dalai Lama í sjónvarpinu og get ekki hugsað um annað en Yoda.

Hólmfríður Pétursdóttir - 31/05/09 22:01 #

Það er ekki tilviljun að þú hugsar um Yoda.

Hólmfríður Pétursdóttir - 31/05/09 22:08 #

Haukur, ef þú hefur ekki lesið bókina hans Árna Bergmann Glíman við Guð, ættirðu að fá hana lánaða og lesa hana, VII og VIII kaflana sérstaklega.

Haukur - 31/05/09 23:38 #

Karl: Ég var á móti því á sínum tíma þegar kröfur um leyfi voru hertar, seinna hef ég meira eða minna sannfærst um að það hafi verið skynsamlegt - rökfærslan fyrir því er hins vegar dálítið flókin. Endilega láttu mig vita ef þú afgreiðir bunka :) Ég er nú þegar búinn að finna svarthvítu myndina sem þú tókst af Helga Hóseassyni.

Hólmfríður: Nei, ég hef ekki lesið hana en hefði ekkert á móti því að glugga í hana - ég ætti að geta fengið hana á safninu á þriðjudaginn.

Matti: Það fórst e-n veginn fyrir hjá mér að klára málið með myndina þína af Sigurbirni heitnum. Til að wiki-skrifræðinu sé fullnægt væri heppilegast að þú annaðhvort pundaðir myndinni á flickr og gæfir þar upp CC-BY-SA eða sendir mér tölvupóst þar sem þú segir "Ég gef hér með út myndina á slóðinni X undir leyfinu CC-BY-SA 3.0".