Örvitinn

Skattahækkanir eru ekki vandamálið

Skattahækkanirnar eru ekki vandamálið. Þær eru (ein) lausn á vandamálinu. Hallarekstur ríkissjóðs og skuldir er vandamálið.

Heldur fólk virkilega að það muni enginn finna fyrir þessu? Að þetta lagist bara af sjálfu sér eða einhverjir aðrir taki þetta á sig?

Hækkun vísitölu þessa daga er náttúrulega rugl en að sama skapi er út í hött að tala um heildarhækkun skulda vegna þessara aðgerða en ekki hlutfallshækkun. Það segir mér ekkert að heildarskuldir heimila hækki um átta milljarða. Vonandi styrkist krónan eitthvað á næstunni og vegur upp á móti þessu.

pólitík