Örvitinn

Þórhallur og Hvítasunnan

Það er fróðlegt að bera saman langan pistil Þórhalls Heimissonar um Hvítasunnu og stutt svar Steinunnar Arnþrúðar á trú.is.

Kaflinn þar sem Þórhallur lýsir stofnun kirkjunnar er fróðlegur en sýnir leið hvað þessi trú er í raun klikkuð:

Þórhallur Heimisson
Þórhallur í trúðabúning

Hvítasunna er beintengd páskum, upprisuhátíðinni. Meginhluta þeirra sjö vikna, sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Drottinn Jesús Kristur um meðal lærisveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: “Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga”. Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi, og ský nam hann burt frá augum þeirra. Tíu dögum síðar voru lærisveinarnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru “hvítasunnuundrið. Sama dag talaði Pétur postuli til mikils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. Pétur sagði: “Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda”. En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir, eins og í Postulasögunni segir. Þannig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þó kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breyskleg í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist. Hin hliðin grundvallast á sköpunarmætti Guðs og krafti Guðs. Án Guðs væri því engin kirkja. #

Svar Steinunnar er mun styttra en um fjórðungur þess fer í að minnast á fyrirrennara hátíðarinnar sem kemur frá gyðingum. Það er nefnilega svo undarlegt að kristnar hátíðir og hefðir eiga sér næstum allar einhverjar fyrirmyndir. Maður gæti jafnvel haldið að kirkjan hafi valið þessar dagsetningar sérstaklega til að yfirtaka eldri hátíðir!

Eins og páskahátíðin á einnig hvítasunnan fyrirrennara í hátíðahaldi Ísraels. Hátíðin sem haldin er á þessum tíma að sið gyðinganna er einskonar uppskeruhátíð. Hún er þakkarhátíð fyrir fyrstu kornuppskeruna. Þess var jafnframt minnst þegar lýður Guðs hafði móttekið lögmálið á Sínaí. Hátíðin er því einskonar sáttmálahátíð. #

Þórhallur "gleymir" að minnast á þetta. Dálítið klaufalegt hjá honum. Einhverjir myndu halda því fram að Þórhallur sé ekkert sérlega vandaður fræðimaður og hugsanlega ekkert óskaplega heiðarlegur í sínum málflutningi en ég læt eiga sig að kasta fram slíkum fullyrðingum hér.

kristni
Athugasemdir

Hólmfríður Pétursdóttir - 29/05/09 15:24 #

Ertu nokkuð að leggja sr. Þórhall í einelti?

Matti - 29/05/09 15:37 #

Finnst þér það?

Hólmfríður Pétursdóttir - 29/05/09 19:13 #

Ef þið væruð nemendur mínir í skóla fyndist ástæða til að ræða málið.

Hólmfríður Pétursdóttir - 29/05/09 19:14 #

Fyndist mér.

Matti - 29/05/09 19:21 #

Finnst þér ekki meira "einelti" af Þórhalli að segja að ég sé ljótur (eða rosalega fordómafullur) og því vilji hann ekki tala við mig - og hvetji í raun aðra til að hunsa mig um leið, líkt og kollegi hans, séra Svavar gerir?

Nei Hólmfríður, þetta er einfaldlega málefnaleg bloggfærsla í tilefni skrifa séra Þórhalls um Hvítasunnuna. Ég hjó bara eftir þessu þegar ég las skrif hans og svar Öddu Steinu á trú.is.

Hólmfríður Pétursdóttir - 29/05/09 19:51 #

Það er gott að vita að það liggur ekkert meira að baki.

Mér finnst oft að þér/ykkur sé mætt af ósanngirni og fordómum.

Varðandi skrif Þórhalls annars vegar og Öddu Steinu hins vegar finnst mér þú ósanngjarn.

Þórhallur er ekki að skrifa fræðilega úttekt, heldur það sem honum finnst ástæða til að skrifa þegar hann sest niður til að skrifa í tilefni hátiðarinnar sem í hönd fer.

Adda Steina er að svara spurningu og gerir það afburða vel.

Matti - 29/05/09 20:06 #

Mér finnst þetta atriði sem hann sleppir ekkert aukaatriði heldur þvert á móti algjört grundvallaratriði þegar rætt er um Hvítasunnuna. Fyrst Öddu Steinu tókst að koma þessu fyrir í sínu stutta svari skil ég ekki hvernig Þórhallur fór að því að sleppa þessu úr grein sinni.

Hólmfríður Pétursdóttir - 29/05/09 20:15 #

Ég veit það ekki heldur, en ég veit að oft skrifar maður af fingrum fram og er ekki að velta fyrir sér öllum hliðum málsins, segir bara það sem mann langar til að segja, þetta á ekki að vera kennsla hjá Þórhalli.

Mér finnst það ekki lýti á grein hans að hann sleppi þessu.

Samt finnst mér mjög mikilvægt að fólk geri sér ljós tengslin við gyðingdóm og GT og hvernig kristnin skildi sig með tímanum frá gyðingdómi.

Hjalti Rúnar Ómarss - 30/05/09 13:16 #

Hólmfríður, vilt þú prófa að spyrja Þórhall hvaða Fréttablaðsgrein hann er að tala um?

Mér finnst hálf-undarlegt að tala um að leggja ríkiskirkjuprest í einelti vegna trúarskoðana hans, svipað og að tala um að leggja Alþingismann í einelti með því að gagnrýna stjórnmálaskoðanir hans. Ef stjórnmálamaður er með fáránlegar stjórnmálaskoðanir, þá er ekkert að því að benda á það.

Þó að við "herskáu" trúleysingjarnir notum stundum orð sem sumu fólki líkar ekki við, þá erum við að minnsta kosti ekki með stæla eins og Þórhallur.

ps. ég hef ekki getað svarað þér hjá Svavari ríkiskirkjupresti, hann er búinn að loka algjörlega á athugasemdir frá mér, ritskoðun virðist vera landlæg hjá prestum

Hólmfríður Pétursdóttir - 30/05/09 14:04 #

Hjalti Rúnar, Ég átta mig ekki á því hvað Fréttablaðsgrein þú ert að vitna til. Á ég að geta skilið það af grein Þórhalls, eða fyrri skoðanaskiptum?

Hjálpaðu mér að skilja þetta. Ég treysti mér samt ekki til að blanda mér í samskipti ykkar við prestana. Eins og ég hef sagt áður þá finnst mér orðaval ykkar stundum til þess fallið að vekja mikla vörn hjá þeim sem orðunum er beint að. Alþingismenn hafa verið lagðir í einelti. Skildu mig rétt í líkingunn um skólann meinti ég að ég hefði talað við Þórhall og Matthías til að reyna að fá botn í málið. Ég á enn í svolitlum vandræðum með að skilja hvaða markmiði þið viljið ná.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 30/05/09 14:28 #

Hérna neitar hann að segja hvaða grein í Fréttablaðinu hann er að tala um.

Gætirðu sett inn svona athugasemd: "Þórhallur, hvaða grein í Fréttablaðinu ertu að tala um?"

Þórhallur vill nefnilega ekki segja Matta það og ég efast um að hann vilji segja mér það (athugasemd þar sem ég spyr um það virðist ekki komast í gegnum ritskoðunarsíu trú.is).

Hólmfríður Pétursdóttir - 30/05/09 15:08 #

Hjalti Rúnar. Eins og þú sérð á því sem é skrifaði áðan vil ég ekki blanda mér í samskiptum ykkar við prestana

Lestu líka það sem ég sagði um orðalag og nálgun ykkar.

Er Fréttablaðið ekki með svona þjónustu eins og Mogginn að maður geti fundið gamlar greinar?

Mér sýnist þeir sem svara ykkur í þessu máli óttalega klaufalegir.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 30/05/09 15:24 #

Hólmfríður, ég er búinn að reyna að finna þessa grein. Finn hana ekki. Þórhallur vill ekki segja hvaða grein þetta er, hann er haldinn einhvers konar heimildafælni.

Matti - 30/05/09 15:25 #

Ég bætti við athugasemd á trú.is í gær eða fyrradag þar sem ég velti því fyrir mér hvort Þórhallur væri kannski bara að skálda þetta með greinina. Svo virðist sem sú athugasemd verði ekki birt.