Örvitinn

Hvítasunnuofstæki

Trúarofstækið tekur á sig ýmsar myndir.

Fyrir hádegi ók ég stóran hring í Breiðholti og Kópavogi í leit að opnu bakaríi en kom allsstaðar að luktum dyrum.

Endaði í 10-11 þar sem ég keypti frosin smábrauð og íslensk möffins á okurprís.

Allt útaf því að einhverjir trúarnöttarar lugu því að sjálfum sér og öðrum að kirkjan þeirra hefði verið stofnuð á þessum degi, akkúrat sama degi og gyðingar héldu vorhátíð á undan þeim. Heppileg tilviljun.

Við skulum ekki einu sinni minnast á leiðara sunnudagsmoggans!

kristni
Athugasemdir

Gurrí - 31/05/09 13:51 #

Fáránlegt!

Haukur - 31/05/09 13:51 #

Mér finnst það skemmtilega við þennan leiðara vera hvernig hann nær að koma fyrir tveimur næstum alveg andstæðum kenningum á sömu blaðsíðunni. Fyrst er reynt að neita því að kristnin hafi verið á undanhaldi hér á landi:

Stundum er látið eins og kristindómurinn sé á undanhaldi hér á landi ... [e]n vel yfir 90% íbúa landsins tilheyra kristnum trúfélögum

En síðan er strax í næstu efnisgrein gefið í skyn að undanhald kristninnar sé einmitt meinsemdin sem hafi amað að þjóðinni:

Græðgi, efnishyggja og sjálfsupphafning höfðu í talsverðum mæli ýtt til hliðar gömlum gildum um samhjálp, auðmýkt og náungakærleika sem Kristur boðaði.

Matti - 31/05/09 13:57 #

Einmitt.

Svo er líka gaman hvernig hoppað er frá trúarviðhorfum ("Mikill meirihluti Íslendinga játar kristna trú") yfir í trúfélagsskráningu ("yfir 90% íbúa landsins tilheyra kristnum trúfélögum") eins og þar sé um sama fyrirbæri að ræða. Þeir sem eitthvað vita um þessi mál gera sér grein fyrir að svo er ekki. Trúfélagsskráning hér á landi gefur ekki rétta mynd af trúarviðhorfum íslendinga, mikill meirihluti íslendinga játar ekki kristna trú nema kannski við fermingu. Kannski er verið að vísa til þess.

Carlos - 31/05/09 14:47 #

Hefurðu prófað að fara í verslun í Kaupmannahöfn á sunnudegi? Þar heitir fyrirbærið almennur frídagur (þótt hann sé líka tengdur trúariðkun). Þeir gerast orðið æði fáir hér á landi, t.d. er langt frá því að verslunarfólk fái almennt að njóta frídags verslunarmanna.

Bara til að minna að ofstækið getur gengið á allar áttir og þarfnast ekki trúarlegs innihalds.

Matti - 31/05/09 15:03 #

Athugasemdin sem ég var að bíða eftir var eitthvað í þessa áttina:

Meira ofstækið er þetta að geta ekki sætt sig við að komast í bakaríið einn dag á ári.

og þá hefði ég svarað

akkúrat !

En mér finnst merkilegt að það skuli ekkert bakarí vera opið á þessum ágæta sunnudegi.

Carlos - 31/05/09 15:16 #

Ætli þeir séu ekki fjórir, allt í allt sem lokað er í bakaríum, nýársdagur, páskadagur, hvítasunna og jóladagur, allt saman frídagar sem tengjast trú allt í allt. Kannski föstudagurinn langi sé líka með í þessu og annar í jólum ...

Það að opið er í 10 - 11 er merki um að linast hefur á tökum kirkjunnar á þessu.