Örvitinn

Landsbyggðarþingmenn

Mikið leiðast mér þingmenn sem reyna að etja saman höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni til að upphefja sjálfa sig. Svosem ekki skrítið þegar menn komust á þing með því að lofa kjördæmapoti (sjá stefnumál vinstra megin á forsíðu).

Var ekki búin til smá virkjun fyrir austan og byggt örlítið álver? Sumir vilja meina að það hafi jafnvel verið upphafið að hruninu, beinlínis valdið þenslunni, vaxtaruglinu og svo innspýtingu fjármagns.

Er ekki verið að byggja risa jarðgöng á Tröllaskaga?

Það þarf að skera niður allsstaðar og allir munu finna fyrir því. Líka fólkið á landsbyggðinni.

Legg til að þingmenn reyni að vera þingmenn allra landsmanna, líka þeirra 2/3 landsmanna sem búa á suðvesturhorninu.

pólitík vísanir
Athugasemdir

Daníel - 03/06/09 23:23 #

Komm on, hver hlustar á þennan tilgerðarstjórnmálamann hvort sem er? Hvað segir það um menn að líta á sig sem svo mikla listamenn að þeir þurfi að ganga með hatt og í rykfrakka allt árið? Skil ekki í fólki að kjósa hann.... Honum vantaði bara vinnu, fór í það fyrsta sem að honum datt í hug. Næstum því eins slæmur og Grímur Atlason.