Örvitinn

Sims 3 kominn í hús

"stelpurnar prófa Sims 3"

Gyða keypti Sims 3 í dag og stelpurnar prófuðu hann í kvöld. Þær eru allar sjúkar í Sims. Ég hef aftur á móti aldrei fattað út á hvað leikurinn gengur :-)

Þær voru afskaplega hrifnar af leiknum og dunduðu sér við að sníða til persónu þegar ég tók myndina. Ég fór upp að spila sudoku á psp!

Ég fæ eflaust lítið að fara í tölvuna í sjónvarpsherberginu næstu dagana (vikurnar).

tölvuleikir
Athugasemdir

Snorri Elís - 07/12/09 02:17 #

http://www.escapistmagazine.com/videos/view/zero-punctuation/800-The-Sims-3

Þessi hlekkur að ofan er gagnrýni eftir Ben Croshaw sem gagnrýnir leiki af öllum gerðum á mjög skemmtilegann hátt. Þetta myndband er sértaklega eftirminnilegt vegna þess hversu fáránlega raunsætt það er. Kallar Sims leikina "illstu leiki í heimi".

Ég fattaði aldrei aðal-gamanið við að gera það sem maður gerir hvort eð er hvern dag í alvöru, nema þarna gat ég leift mér að loka fólk uppi á háalofti og horfa á það svelta til bana eða setja fólk í sund og fjarlæga svo stigann. :)