Örvitinn

Keypti ferðatölvu - HP Pavilion dv2

Skellti mér í Elkó rétt fyrir lokun og keypti svona tölvu. Reyndar með 2GB minni, 500GB disk og 32 bita Vista.

Kíkti í nokkrar búðir í dag og skoðaði úrvalið. Skoðaði þess vél svo í Elkó um hálf sex, fór heim og las umsagnir og ákvað að kaupa hana.

Þessi vél er í raun mitt á milli litlu netbook tölvanna og stærri véla. Er semsagt með nýjum gjörva frá AMD (Neo MV-40 sem er bara single core, ég var búinn að nefna að ég vildi dual core), með þokkalegu skjákorti (sem hefur sér minni) og góðum 12" skjá. Lyklaborðið er gott og <>| takkinn á sínum stað (ég útilokaði tölvur sem höfðu ekki þann takka! DVD drifið er utanáliggjandi sem mér finnst snilld. Engin ástæða til að stækka vélina fyrir eitthvað sem maður notar ekki mjög oft en gott að geta gripið í drifið.

Mér finnst þetta afskaplega skemmtileg stærð á tölvu. Lítil en samt nógu stór (jájá, enga dónabrandara).

Nú er ég að setja upp helsta hugbúnað sem ég nota. Hendi út megninu af aukahugbúnaði sem fylgdi vélinni og slekk á fítusum í Vista.

Svo þarf ég að athuga hver staðan er með Linux fyrir þess vél. Langar að skella linux inn við hliðina á Vista.

græjur
Athugasemdir

Car - 06/06/09 00:05 #

http://wubi-installer.org/ er líkast til þæginlegasta leiðin til að búa til dual-boot.

http://www.thinkgos.com/index.html er kannski ekki nýjasta vélin innan í distrói, en mikið er það samt skemmtileg útfærsla.

Báðar byggja á Ubuntu.

Örn Markússon - 06/06/09 00:32 #

Ef þú ert með Vista á vélinni þá bara verðurðu að setja upp "dual-boot". Jafnvel þótt maður sé búinn að hreinsa út draslið í "startup" þá tekur alltof langan tíma fyrir Vista að starta. Ég tók tímann einu sinni og með Vista á ágætri Fujitsu-Siemens þá tekur það 1 mín. og 25 sekúndur frá því þú ýtir á takkann þangað til þú getur séð upphafsíðu í vafra. Ég er með Ubuntu á sömu fartölvu og það sama tekur 38 sekúndur þar.

Car: Fínn hlekkur. Verð að tékka á þessu.

Borkur - 07/06/09 15:21 #

gætir þá skellt þér á MacBook Air, svona bara til að fitla ;)

Ég á eina slíka og maður þarf bara helst að passa sig á að fá ekki "paper cut" á að meðhöndla hana