Örvitinn

Sumarfrí

Ég fer í sumarfrí eftir tvær vikur en Gyða byrjaði í dag.

Fyrsta frídaginn hóf Gyða í vinnunni þar sem hún er að klára að fara yfir eitthvað mál. Ég dunda mér með stelpunum og mæti seint í vinnu. Þessir opinberu starfsmenn, alltaf eitthvað að dóla sér! Verðum að flýta okkur að lækka launin þeirra.

Gyða fer aftur í vinnu eftir viku, viku síðar förum við saman í sumarfrí í þrjár vikur. Ég verð svo viku lengur. Ekki mikið planað fyrir sumarið. Ættarmót fyrir austan og sennilega verðum við dálítið í bústað.

dagbók