Örvitinn

Grasekkill og garðvinna

Stelpurnar fara allar úr bænum í dag ásamt tengdamóður minni og gista í tvær nætur einhversstaðar á suðurlandi. Ég man ekki hvar!

Vill svo skemmtilega til að í dag er tiltektardagur í húsalengjunni (u-inu) okkar. Ég verð því eini fulltrúi fjölskyldunnar þar. Það er stanslaust stuð.

Í gærkvöldi afþakkaði ég boð um að láta eitra trén í garðinum. Sá í morgun að eitthvað örlítið af blaðlús er komið á þau. Spurning hvort ég þarf ekki að fara út að eitra í kvöld. Sé eftir að hafa afþakkað boðið, maður á ekki að höndla með svona eitur sjálfur.

dagbók
Athugasemdir

Jón Arnar - 09/06/09 09:45 #

Ég held að það virki ágætlega að úða grænsápu á laufblöðin. Eitthvað með Pýretín..

Matti - 09/06/09 09:48 #

Hann bendir á aðrar og vægari aðferðir líkt og að nota parketsápu sem hrært er í volgt vatn með smá spritti úti og að lokum úðað yfir gróðurinn. Sápan brotnar hraðar niður og er miklu vægari aðgerð að mati Heimis.

Ég ætti kannski að prófa þetta eða grænsápu. Á permasect eitur sem ég hef notað síðustu tvö ár en það er bölvaður ruddi. Ég hef verið að fá það á mig, bæði í andlit og á hendur og hef fundið fyrir óþægindum.

Hólmfríður Pétursdóttir - 09/06/09 15:36 #

Nei ég er ekki að villast.

Ég hef góða reynslu af grænsápu, þessari í dósunum, ekki fljótandi.

Set svona 1/2 dl eða 4 msk af sápu í 5l af vatni(úðabrúsinn okkar tekur 5 l) Vatnið má vel vera volgt, sápan þarf að leysast vel upp.