Örvitinn

Beðið eftir tölvutilboði

Í nótt sendi ég tölvupóst á nokkrar tölvuverslarnir og bað um tilboð í tölvubúnað. Vantar aflgjafa, móðurborð, gjörva, minni, skjákort, skjá, lyklaborð og hátalara. Semsagt, næstum allt í tölvu fyrir utan kassann, harða diska, dvd drif og mús.

Setti tvö dæmi um samsetningar í póstinn en gaf mönnum annars nokkuð svigrúm varðandi tegund búnaðar.

Núna bíð ég spenntur eftir því hvort ég fæ viðbrögð. Nenna þessir aðilar að selja mér eitthvað? :-)

dagbók
Athugasemdir

Óli Gneisti - 10/06/09 11:47 #

Þegar ég var að spá í litlu tölvuna mína sendi ég póst á tölvubúðina. Ég fékk svar þremur dögum eftir að ég var búinn að kaupa.

Ég skil illa hve fyrirtæki á Íslandi eru léleg að nýta tölvupóst sem ætti að vera miklu þægilegra tæki fyrir þau en síminn.

Matti - 10/06/09 13:47 #

Tölvutek voru næstir.

Ekkert heyrst frá att, Task og Tæknibæ. Geng frá málinu eftir svona klukkutíma.

Tölvupóstur er algjörlega málið hjá svona búðum. Fljótlegt fyrir sölumenn að setja saman tilboð og senda í pósti, engin ástæða til að ég sé að mæta á alla staði til að rabba allt og ekkert.