Örvitinn

Myndaalbúmin á Vísi

Stór hluti af í því sem Vísir.is birtir eru myndir af fína og fræga fólkinu undir liðnum fólk í fréttum þó yfirleitt sé ekki nokkuð að frétta af þessu blessaða fólki.

Eins hallærislegt og þetta efni er tekst Vísi að gera það enn hallærislegra með því að birta sömu myndirnar ítrekað. Þannig eru kannski níu myndir í syrpu af einhverri frægri manneskju sem er með læri eða appelsínuhúð en af þeim er sama myndin endurtekin oft í albúminu, stundum kroppuð og stundum ekki. Sjáið t.d. þessa myndasyrpu af Moniku Lewinski. Myndir 1 og 3 eru kropp úr myndum 2 og 4. Síðustu þrjár myndirnar eru svo allar kropp úr sömu myndinni.

Hver í ósköpunum er tilgangurinn með þessari vitleysu annar en að safna fleiri smellum?

Auk þess legg ég til að Vísir hætti að kaupa þetta myndefni og styrkja ljósmyndara sem elta fræga fólkið út um allt. Sá bransi er bölvaður sori.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Arnold - 12/06/09 15:57 #

Eitthvað segir mér að Vísir kaupi ekki þessar myndir. Taka þær bara af erlendum frétta vefum og birta þær. Alla vega eru þeir ekkert feimnir við að gera slíkt við efni íslenskra ljósmyndara og taka af innlendum vefsíðum.

Slúður um frægafólkið er sennilega það sem trekkir mest. Eina íslenska tímaritið sem selst í einhverju magni, Séð og Skreytt, fjallar einmitt um Íslenska "fræga" fólkið. Furðulegt hvað þetta höfðar til fólks. Papparazzi ljósmyndarar eru ekki ljósmyndarar. Bara skítapakk sem keypti sér myndavél.

Sævar Helgi - 12/06/09 17:02 #

Ég hef dregið umtalsvert úr heimsóknum mínum á þennan skítavef út af þessum asnalegu og lágkúrulegu ekki fréttum á Vísir.is - myndir. Fréttirnar þar eru annars oft á tíðum ótrúlega daprar og til þess fallnar að ég treysti þeim engan veginn.

Vísir.is er bara drasl, því miður.

Lalli - 12/06/09 18:26 #

Er þetta ekki út um allt á þessum "fréttavefjum"? Eitthvað fræga fólks slúður um ekki neitt. Vinsælast á Eyjunni núna eru geirvörturnar á Heather Grayham. Vinsælast á mbl.is er framhjáhaldslúður um fyrrverandi eiginkonu Berlusconis og þriðja vinsælast er eitthvað röfl um að dóttir Cher vill verða karlmaður. Sama frétt er svo næstvinsælust á pressan.is.

Þeir sem reka þetta vita sem er að svona bull skilar ótrúlega miklu af smellum og gera því út á þetta. Rúv.is er skást að þessu leiti en samt slæðist eitthvað rusl þar inn líka stöku sinnum.

Matti - 16/06/09 17:43 #

Frábært myndaalbúm af Ronaldo í sólbaði. Samtals níu myndir. Ein myndin kemur þrisvar, þar af nákvæmlega eins tvisvar. Þrjár aðrar myndir eru tvisvar. Þetta eru semsagt allt í allt fjórar myndir.