Örvitinn

Facebook slóð, lokuð kerfi og moggablogg

Fór að ráðum Andrésar og tryggði mér nafnið mitt á Facebook.

http://www.facebook.com/matthias.asgeirsson

Reyndar skil ég ekki tilganginn með Facebook slóð. Af hverju ætti ég að vísa fólki beint á Facebook síðuna mína? Facebook er lokað kerfi og ef fólk er komið þangað inn er einfalt að leita að fólki eða rekast á það gegnum aðra Facebook vini.

Facebook er lokað að því að því leyti að það getur ekki hver sem er lesið hvað sem er. Þannig er stundum vísað á eitthvað sem ég blogga hér frá Facebook en ég get ekki séð hver vísaði eða hvað var sagt - sem pirrar mig dálítið.

Ég er hrifnari af opnum kerfum, þar sem allir hafa sama aðgang. Svona eins og bloggheimur ætti að vera.

Ein ástæða þess að moggabloggið fer í taugarnar á mér er að það er að hluta lokað kerfi. Í mörgum tilvikum þarf fólk að vera skráð til að geta kommentað og sum bloggin eru bara opin fyrir vissa vini, auk þess að bara moggabloggarar geta kommentað við fréttir.

Fyrir utan að stór hluti moggabloggara eru fávitar en það er önnur saga.

vefmál
Athugasemdir

Lárus Viðar - 15/06/09 04:28 #

Hef aldrei skilið þá moggabloggara sem leyfa einungis komment frá öðrum moggabloggurum. Eins og aðrir en moggablogglingar hafa ekkert fram að færa. Hélt að reynslan sýndi annað.