Örvitinn

Gvuð er rosa mikið krútt

Guð kristindómsins er persónulegur. Hann lætur sér annt um persónur. Hann lítur ekki á manninn sem hjól í gangverki. Við erum ekki kennitölur í augum hans.

Hann þekkir mig. Hann veit hver ég er. Hann gerir sér far um að nálgast mig. Hann sér hvað í mér býr. Hann veit hvað er mér fyrir bestu. Hann hefur áhuga á mér.

Hann vill vera félagi minn.

Og kennari. #

Gvuð kristindómsins er annað hvort af krúttkynslóðinni eða hvolpur. Prestar ríkiskristindómsins skrifa eins og þeir séu í stanslausri sveppavímu.

kristni vísanir
Athugasemdir

Óli Gneisti - 14/06/09 16:05 #

Mér þykir alltaf merkilegt hvernig þeir geta endalaust þvaðrað svona um guð en þegar maður spyr þá beinna spurninga hverfur öll þekking.

Matti - 14/06/09 16:10 #

Góður punktur.

Ingunn - 14/06/09 16:20 #

Ég var einmitt að lesa þessa færslu prestsins í dag og varð bókstaflega óglatt af væmninni og smeðjuleikanum. Flest annað eftir sama mann var í sama dúr sýndist mér - algjör viðbjóður!

Hólmfríður Pétursdóttir - 14/06/09 22:50 #

Eins og þið hafið þá líka séð þá er ég að þessu sinni alveg sammála Svavari.

Mig langar bara svo mikið að vita af hverju það vekur svona viðbrögð hjá ykkur að fólk talar um trú sína.

Af hverju talið þið ekki meira um það sem ykkur þykir kostur við að vera án trúar? Frekar en að hæðast að trú annarra og gera lítið úr þeim orðum sem þeir nota til að tjá síg.

Trú sem er ekki eingöngu skoðuð nær til persónunnar allrar og þar með tilfinninganna og mér þykir illa gert að ráðast að því sem fólki er heilagt, þó ég sjái ekkert að því að þið skiljið ekki þess konar líf.

Ég er enn ekki farin að átta mig á markmiði Vantrúar, en ég hef orðið vör við að ykkur finnst ykkar siðfræði eins góð og hver önnur.

Getum við þá verið sammála um að það sé illa gert að rífa niður einlægt tal fólks um reynslu sína af því að reikna með Guði í lífi sínu?

Ætlist þið virkilega til þess að fólk hætti að tala og skrifa um trú sína í einlægni. Einlægni finnst sumum barnaleg,það er hún ekki, en hún er oft barnsleg og það er gott.

Steindór J. Erlingsson - 14/06/09 23:03 #

Hvernig getur Svavar staðhæft þetta? Hvernig getur nokkur maður vitað hvað guð hugsar/guðir hugsa, þ.e. ef hann/þeir er/eru til? Hér sjáum við ekki barnslega einlægni heldur yfirlætisfullan hroka.

Óli Gneisti - 14/06/09 23:10 #

Hólmfríður, Svavar Alfreð er ekki "fólk sem er að tala um trú sína" heldur prestur sem er að boða trú. Það er heilmikill munur á því.

Hólmfríður Pétursdóttir - 14/06/09 23:25 #

Ég get ekki séð að það að Svavar er prestur komi í veg fyrir að hann trúi því sem hann starfar við að boða og hafi fullan rétt til að skrifa um persónulega reynslu sína á erfiðum sjúkdómstímum eða hvenær sem er alveg eins og hver annar og alveg eins og þú hefur rétt á því að skrifa um trúleysi þitt. En hvorki þú né nokkur annar hefur rétt til að ráðast að fólki sem í einlægni lýsir reynslu sinni af því að trúa á Guð.

Hólmfríður Pétursdóttir - 14/06/09 23:32 #

Steindór, það er ekkert hrokafullt við að segja öðrum frá því hvernig maður upplifir það að lifa lífi sínu í trausti til Guðs og reikna með honum og kærleika hans.

Er kannski hrokafullt að þurfa á hjálp að halda?

Steindór J. Erlingsson - 14/06/09 23:39 #

Hólmfríður, mér er illa við að ræða frekar um einstakling sem tekur ekki þátt í umræðunni. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála.

Óli Gneisti - 14/06/09 23:39 #

Hólmfríður, ef þú sérð ekki mun á að gagnrýna skrif manns sem er með háskólamenntun í því sem hann er að tala um starfar við það og að gagnrýna einhvern ómenntaðan áhugamann sem er að tala um trú sína þá skilur þú væntanlega ekki þau mörk sem við á Vantrú notum almennt þegar við veljum hvað við gagnrýnum og hvað við gagnrýnum ekki.

Hverjum sem er er frjálst að gagnrýna hvað það sem ég skrifa um trúleysi alveg eins og það má gagnrýna það sem ég skrifa um stjórnmál og listir. Ég tel að það sé ekkert sérstakt réttlætismál að fá að hafa rangar skoðanir.

Hólmfríður Pétursdóttir - 14/06/09 23:54 #

Óli Gneisi, prestar hljóta líka að mega vera einlægir í skrifum sínum um trú.

Steindór, mér fannst málflutningurinn ósanngjarn. Hér hefur nú alldeilis verið rætt um einstaka presta og biskupa, sem ekki hafa tekið þátt í umræðunni, en ég er sammála þér það er ekki við hæfi.

Ég er ekki að skrifa til þess að fá einhvern til að skipta um skoðun svo við skulum halda áfram að vera ósammála.

Matti - 15/06/09 00:03 #

Ég má ekki bregða mér af bæ og þá verður allt vitlaust!

Óttalegt blaður er þetta Hólmfríður.

Hér hefur nú alldeilis verið rætt um einstaka presta og biskupa, sem ekki hafa tekið þátt í umræðunni, en ég er sammála þér það er ekki við hæfi.

Þeim stendur öllum til boða að taka þátt í umræðunni með því að gera athugasemdir á þessari síðu.

Hér skrifa ég sem einstaklingur, af hverju ertu alltaf að tala um Vantrú? Gerðu athugasemdir þar ef þú vilt setja út á stefnu félagsins. Kommentaðu endilega hér ef þú telur þörf á að andmæla því sem ég set fram.

Óli Gneisti - 15/06/09 00:06 #

Ég veit ekki til þess að við höfum nokkru sinni talað um prest sem ekki er að taka þátt í trúmálaumræðunni í samfélaginu. Ég hef hins vegar hunsað hundruð bloggfærslna frá fólki sem er að skrifa um trúarskoðanir sínar á persónulegan máta af því að mér fannst ekki viðeigandi að fara að rökræða við það.

En hvað kemur einlægni málinu við? Ég gæti verið einlægur rasisti en einlægnin gerði skoðun mína ekkert minna gagnrýnisverða.

Þetta þvaður Svavars er froða. Það er algjörlega innihaldslaust og glæpur Matta felst þarna fyrst og fremst á að vísa á og vitna í þessi skrif hans.

Hólmfríður Pétursdóttir - 15/06/09 00:33 #

Matthías, Ég var að svara Steindóri sem vildi ekki ræða fólk sem tekur ekki þátt í umræðunni.

Um Vantrú. Ég hélt að þið vilduð vera svo góðir að fræða mig um það sem drífur ykkur áfram og hélt að þetta væri leiðin. ég var ekki að setja út á eitt né neitt, bara spyrja.

Sennilega er einhvert stórt kynslóðabil milli okkar fyrst allt lendir í leiðindum.

Óli Gneisti, með því að tala um einlægni var ég að tala um að prestar mættu tala um eigin reynslu eins og hver annar, ekki bara predika. Ég virði þig fyrir að láta það sem mætti kalla trúarbloggara í friði.

Nú fer ég að halla mér. Góða nótt.

Matti - 15/06/09 00:40 #

Ég hef nokkrum sinnum svarað þér um það sem drífur okkur í Vantrú áfram og hver markmið okkar eru. Skil eiginlega ekki hvað það er sem þú skilur ekki :-)

Eitt helsta markmið okkar er að veita mótvægi við boðun hindurvitna.

Séra Svavar boðar hindurvitni af miklu mætti á bloggsíðu sinni. Hér var ég að vekja athygli á skrifum hans því ég nenni eiginlega ekki að gera athugasemdir á síðunni hjá honum.

Þú hefur vonandi tekið eftir því hvernig hann sýnir okkur vantrúarsinnum virðingarleysi með því að svara aldrei nokkru sem við skrifum.

Við sýnum honum og öðrum trúmönnum þá virðingu að tjá okkur um skrif þeirra. Stundum með fullkomnum skorti á virðingu.

Það er nefnilega miklu meiri dónaskapur að láta eins og fólk sé ekki til heldur en að gagnrýna skoðanir þeirra.

Hólmfríður Pétursdóttir - 15/06/09 00:49 #

Matthías, þakka þér fyrir þetta, ég held ég sé að skilja þetta (hef ég sagt það áður? - vonandi ekki alvarleg elliglöp) Ég verð að segja fyrir mig að mér fannst þessi síðasta færsla sr. Svavars mun persónulegri en aðrar trúarfærslur hans, síðan ég fór að lesa blogg.

Farin í alvöru

Sigga Magg - 16/06/09 12:46 #

Gaman að fylgjast með þessum athugasemdum. Hins vegar finnst mér "óttalegur hroki" að tala um "óttalegt blaður" í þeim sem eru ósammála manni. Guð blessi ykkur ævinlega.

Matti - 16/06/09 13:42 #

Hvað er hroki?

Er þessi síendurtekna gvuðsblessunarþula ekki dálítið hrokafull?

Óli Gneisti - 16/06/09 14:56 #

Og Sigga sér væntanlega engan hroka í færslu Svavars sem þykist hafa sérstaka opinberum um eðli guðs. Neinei, það er ekki hroki.

Hólmfríður Pétursdóttir - 16/06/09 15:32 #

Svavar er ekkki að lýsa sérstakri opinberum um eðli guðs, heldur eru orð hans í fullu samræmi við reynslu fólks í mörg hundruð ár og í samræmi við kenningar kristninnar.

Óli Gneisti - 16/06/09 15:35 #

Hvernig öðlast maður svona þekkingu á guði?

Hólmfríður Pétursdóttir - 16/06/09 17:14 #

Hjálp! Er hægt að vista það sem búið er að skrifa hér. Ég er alltaf öðru hvoru að týna allri spekinni sem ég er búin að ryðja úr mér. Taka II. Óli Gneisti, Ég get ekki sagt þér neitt sem þú hefur ekki heyrt áður. Stutt svar: Þú snýrð þér til guðs og eiknar með að hann snúi sér að þér hvernig sem þér finnst að þú sért. Lengra svar: Þú tekur ákvörðun um að vilja taka trú, segjum að verða kristinn.

Þegar ákvörðun er tekin þá leitar þú að samfélagi kristins fólks sem þú telur að henti þér.

Þú kynnir þér trúarbókina, Biblíuna og kenningar kirkjunnar (hver sem hún er).

Þú tekur þátt í athöfnum trúarinnar í einrúmi og í samfélaginu.

Þú kemst að því hvaða áhrif það hefur á líf þitt, hegðun og skoðanir að hafa ákveðið að trúa.

Þú gerir það sem þarf til að halda þessari trú við.

Hvernig fólk upplifir trúna fer svo eftir svo mörgu, hvernig það er gert og hvernig líf þess er og hefur verið.

Trúin er ákvörðun sem reiknar með því að guð gefi þessari trú vöxt. Trú er traust. Trú er sannfæring.Trú verður ekki sönnuð. Trú er líf í samfélagi við guð og menn.

Matti - 16/06/09 17:16 #

Hjálp! Er hægt að vista það sem búið er að skrifa hér. Ég er alltaf öðru hvoru að týna allri spekinni sem ég er búin að ryðja úr mér.

Hvernig ferðu að því? Einfaldasta ráðið er að velja allan textann og afrita yfir í annað forrit, t.d. word.

Trú er sannfæring.Trú verður ekki sönnuð. Trú er líf í samfélagi við guð og menn.

Hmm, er trú ekki dálítill hroki? Þú festir þig við skoðun sem þú getur ekki "sannað". Ég myndi reyndar ganga lengra og segja að þú festir þig við skoðun sem þú getur ekki rökstutt.

GH - 16/06/09 17:21 #

Kannski óháð þessari umræðu en í sjónvarpinu, (Ísland í dag á Stöð 2) í gær var verið að ræða um staðgöngumæður og hvort leyfa ætti slíkt á Íslandi. Ég varð furðulostin þegar konan sem sat fyrir svörum sagði að það ætti eftir að leita álits kirkjunnar fólks á málinu.

Eitt er skrásett ævintýri suður frá Arabíu sem er boðað sem heilagur sannleikur og kostar þjóðina fleiri milljarða á ári, annað er að kirkjunnar fólk fái almennt að koma með puttana að slíkum málum.

Hólmfríður Pétursdóttir - 16/06/09 17:23 #

Er hroki að þurfa á einhverjum að halda?

Mér dettur ekki í hug að sanna að guð sé til.

Með rökstuðninginn fer það eftir því hvaða rök eru talin gild. Trú er ekki skoðun, nema að litlu leiti.

Matti - 16/06/09 17:24 #

Þarna er ég alveg 100% sammála GH. Það er óþolandi þegar verið að er draga kirkjuna inn í umræðu um siðferðismál hér á landi. Kristin trú á einfaldlega ekkert erindi í slíka umræðu.

Kristnir einstaklingar geta að sjálfsögðu komið með sitt innlegg, en um leið og þeir vitna í trúarrit eða kenningar á að hætta að hlusta á þá.

21. öldin er gengin í garð.

Hólmfríður Pétursdóttir - 16/06/09 18:00 #

Þegar á að setja lög sem snerta siðferðismál finnst mér að það þurfi að fara fram umræða í samfélaginu og fjölmiðlum þar sem almenningur og fræðimenn ræða allar hugsanlegar hliðar málsins. Það verður ekki með neinni sanngirni framhjá því litið að kirkjan hefur verið og er miklu leiti enn (smbr. Ísl. í dag) sá aðili sem leitað hefur verið til í umræðu um siðferðisleg álitamál. Kirkjan tekur sér ekki þessa stöðu, hún er sett í hana. Ég ætla ekki að endurtaka mig um kirkju og siðferði að sinni. Trúarrit og kenningar eru undirstaða trúarbragða. Ekki halda að allt sé alltaf í stöðugri framför.

Matti - 16/06/09 18:03 #

Kirkjan tekur sér ekki þessa stöðu, hún er sett í hana.

Þetta er beinlínis ósatt. Hver bað kirkjuna að skipta sér af hjónaböndum samkynhneigðra? Hver bað kirkjuna að skipta sér að lögum um fóstureyðingar?

Hólmfríður Pétursdóttir - 16/06/09 18:24 #

Það hefur þótt sjálfsagt að leita álits kirkjunnar við lagasetningar sem snerta siðferðismál.

Annars er Þjóðkirkjan þannig að þar er enginn sem getur talað í nafni hennar og skorið úr um í siðferðisefnum. Aftur á móti leitar hún svara í Biblíunni, játningunum og hefðunum og hún er íhaldssöm í eðli sínu og þarf að vera það að vissu marki.

Stundum held ég að þú haldir að kirkjan sé samsafn einfeldninga að fást við einföld mál sem séu annað hvort eða.

Kirkjan hefur síðan þurft að ræða mismunandi skoðanir innan hennar og það hefur hún gert í þessum málum sem þú nefnir og þar sýnist sitt hverjum og allir styðja afstöðu sína með tilvitnunum í Biblíuna. Þar verður hver að eiga við sína samvisku.

Ég man líka átök erlendis um prestsvígslu kvenna og henni er svo sem ekki lokið.

Kirkjan á að segja sína skoðun og löggjafinn tekur svo tillit til þess eða ekki eftir skoðunum þeirra sem kosnir hafa verið til þess að setja lög.

Hólmfríður Pétursdóttir - 16/06/09 18:33 #

Það er betra að vanda orðaval í samtali við ykkur. Réttara væri sennilega að segja að kirkjan gerði grein fyrir því hvernig álit kirkjunnar hefur verið á viðkomandi efni og hvernig það hafi verið stutt. Því þetta er ekki spurning um skoðun heldur túlkun.

Matti - 16/06/09 18:41 #

Það hefur þótt sjálfsagt að leita álits kirkjunnar við lagasetningar sem snerta siðferðismál.

Vissulega enda hafa alltaf verið ákafir trúmenn og ríkiskirkjusinnar á þingi.

Það breytir því ekki að þetta er svívirðilegt. Kirkjan á ekki að hafa neitt um lagasetningar sem snerta siðferðimál að segja. Ekki neitt.

Stundum held ég að þú haldir að kirkjan sé samsafn einfeldninga að fást við einföld mál sem séu annað hvort eða.

Ég held að kirkjan sé samansafn trúmanna. Lagasetning skal alltaf vera veraldleg og byggja á veraldlegum forsendum. Þess vegna tók ég fram að trúað fólk mætti gjarnan tjá sig um siðferðilegar lagasetningar en þegar vitnað væri í trúarrit eða kenningar ætti að hætta að hlusta á það. Við búum við veraldlegt stjórnarfar, ekki trúarlegt.

Ég man líka átök erlendis um prestsvígslu kvenna og henni er svo sem ekki lokið.

Þarft ekki að leita til útlanda. Hér á landi voru harðar deilur um þessi mál og prestar skrifuðu blaðagreinar til að mótmæla því að konur fengju vígslu.

Þú lætur eins og kirkjan hafi enga skoðun. Staðreyndin er nú samt sú að biskupar kirkjunnar þinnar hafa skipt sér persónulega af þeim málum sem ég taldi upp.

Hólmfríður Pétursdóttir - 16/06/09 19:07 #

Var ég ekki að enda við að segja að Alþingi setji lög. Nefndir þingsins kalla eftir álitum úr ýmsum áttum m.a. frá kirkjunni. Ég er alveg sammála þér, lagasetning á að vera veraldleg og er það, það kemur ekki í veg fyrir að kristinna áhrifa gæti í siðferðisefnum ef þingmenn taka slíka ákövörðun.

Það er vegna þess að hér hefur verið einsleitt kristið samfélag til skamms tíma að það hefur þótt sjálfsagt að leita álits kirkjunnar.

Ég er nógu gömul til að hafa tekið þátt í þessum umræðum um kvenpresta, og var á þeim tíma í forsvari fyrir eina af stofnunum kirkjunnar.

Það er eins með biskupa og presta þeir afsala sér ekki réttinum til að hafa skoðun og vinna enni fylgi þó þeir taki aðsér þessi embætti.

Nú getur þú haldið áfram að ræða predikun sr. Gunnars Jóh. og ég að ganga frá bloggfærsunni minni.

Takk fyrir samrææðurnar.

Matti - 16/06/09 19:20 #

Var ég ekki að enda við að segja að Alþingi setji lög. Nefndir þingsins kalla eftir álitum úr ýmsum áttum m.a. frá kirkjunni.

Þú lætur eins og kirkjan hafi aldrei frumkvæði að því að koma áliti sínu til þingnefnda. Ég veit að svo er. Bæði varðandi hjónabönd samkynhneigðra og einnig varðandi breytingu á leik- og grunnskólalögum.

Hólmfríður Pétursdóttir - 16/06/09 20:11 #

Góður, auðvitað á kirkjan frumkvæði að því að koma málum sínum á framfæri. Hún þ.e. stofnunin kirkja væri ekki að gegna hlutverki sínu, ef hún gerði það ekki.

Það er ekki mitt að benda á það.

Varðandi umræðuna um siðferðileg ágreiningsmál og góðfúslegt samþykki þitt fyrir því að við tökum þátt í henni. Við getum það svo sem án þess að vitna beint í kenningar, en B

Hólmfríður Pétursdóttir - 16/06/09 20:14 #

Svona er að sitja með gigtarverki í lötum strák með tölvuna í kjöltunni, þá gerist eitthvað óvænt, allt hverfur, eða sendist þegar ég hreyfi mig, Sorry.

Án þess að vitna beint í Biblíuna og tala um kenningar, en skoðun okkar byggist engu að síður á þessu.