Örvitinn

Englar og djöflar

Við hjónin fórum í bíó í kvöld og sáum Engla og djöfla. Skemmtum okkur ágætlega meðvituð um að við værum að horfa á skáldsögu. Flest sem átti að koma á óvart í myndinni var þó frekar fyrirsjáanlegt.

Mér finnst skondið þegar fulltrúar kirkjunnar kvarta undan því að Dan Brown skáldi eitthvað um kristna sögu og trú. Skáldi um sögu sem er að stórum hluta byggð á skáldskap.

Annars var ég fyrst núna að fatta að aðal salurinn í Háskólabíó er ekki lengur notaður fyrir kvikmyndasýningar. Fannst það dálítið merkilegt.

kvikmyndir
Athugasemdir

Dulla - 15/06/09 07:17 #

Eins og allt sem mann njóta mests er fyrst að vera tekin frá.