Örvitinn

Öxlin

Lenti upp á kant við fyrrverandi framkvæmdastjóra flokksins í dag. Nei, lenti í honum úti á kanti - algjörlega mér að kenna. Endaði á hvolfi utan vallar, heyrði brak þegar skrokkurinn lagðist á hægri öxl. Hefði komið sér vel að vera 20-30kg léttari í þetta skipti.

Er enn að drepast, gef þó hreyft hendina en með verkjum.

Held ég kíki á slysó.

Uppfært:
Æi, ég ætla að bíða og sjá.

heilsa
Athugasemdir

Matti - 16/06/09 19:40 #

Það verður að segjast eins og er, ég er alveg farlama. Hélt á tímabili að ég gæti ekki keyrt heim en það gekk ágætlega. Var bara erfitt að komast í bílinn og losa beltið þegar heim var komið.

Við hæfi að ég gerðist afar vinstrivinnaður í dag, hef ekki getað borið neitt með hægri.

Sindri Guðjónsson - 18/06/09 00:58 #

Varst þú að spila við Andra Óttarsson? Aldrei datt mér annars í hug að þú myndir verða vinstrivinnaður!

Matti - 18/06/09 01:01 #

Já, Andri er maðurinn. Ég neyðist til að halla mér til vinstri þegar hægri hliðin er handónýt.

Annars er þetta bara tognun í einhverjum axlarvöðva, ekkert brot. Þarf að hvíla hendina næstu dag. Fékk fatla og allt.

Borkur - 18/06/09 06:53 #

Hægri öxlin 'offline' og enginn segir neitt dónalegt?

Internetið er bara ekki það sama og áður var

Eggert - 18/06/09 11:06 #

Hann sagðist geta hreyft hendina.

Matti - 18/06/09 11:09 #

Ég var búinn að prófa þennan djók á konuna. Virkaði ekkert.

Annars er ég ansi góður í dag.