Örvitinn

Fangaklefar

Ég ætla að sleppa því að stressa mig á því að fangar þurfi sumir að deila klefa meðan sjúklingar eru nær aldrei í einkaherbergi.

pólitík
Athugasemdir

Björn I - 20/06/09 21:23 #

Eru fangar ekki flestir sjúklingar?

Matti - 20/06/09 21:27 #

Það finnst mér ekki. Leiðist sjúkdómsvæðing þjóðfélagsins.

Björn I - 20/06/09 21:30 #

Ég held nú að flestir þeir sem í dag fylla fangelsin séu fíklar eða alkahólistar. Margir eiga líka við geðræn vandamál að stríða.

Eitt sinn lá ég í mánuð á spítala, lá þar með þremur öðrum en þó ekki alltaf sama fólkinu. Mér fannst það ekkert tiltökumál en væri á annari skoðun ef ég þyrfti að deila klefa með öðrum jafnvel árum saman.

Það er dálítið annað að liggja í rúmi, tímabundið, með manneskju við hlið sér eða að vera vistaður með einhverjum sækó í herbergi árum saman.

Ekki vera svona miskunnarlaus Matti, það kemur slæmu orði á trúleysingja :)

Daníel - 20/06/09 23:40 #

Ekki gleyma því að þeir þurfa að gera númer 2, og kannski 3, fyrir framan klefafélagan, það getur ekki verið gaman.

Ég er viss um að langgggggstærsti hluti fanga á við mjög mikil vandamál að stríða.

Eggert - 21/06/09 01:02 #

Ég er sammála Birni I. og Daníel. Þú varst einu sinni frjálslyndari, Matti.
Auknum afbrotum hefur verið mætt með þyngri dómum - sem skila sér svo í forhertari glæpamönnum. Ég vil kannski ekki meina að þetta sé sjúkdómsvæðing, en nágrannaþjóðir okkar hafa tekið á þessu með töluvert betri og manneskjulegri hætti.

Óli Gneisti - 21/06/09 02:30 #

Skítt með að vera tveir í klefa. Það er bara svona eins og vinr mínir á heimavist MA þurftu að þola (og sumir reyndar droppuðu út af því að þeir þoldu ekki herbergisfélaga sinn). Það að klósettið sé inn í klefanum, eiginlega við hliðina á öðru rúminu miðað við það sem ég sá í fréttatíma, er það sem mér finnst of mikið.

Nema að þetta sé refsiauki. Dómarar gætu tiltekið þetta sérstaklega. Þetta væru þá tvö stig, sú vægari er að vera í tveggja manna klefa en sú harðari að vera í slíkum klefa og fá rúmið við hliðina á salerninu.

Ásgeir - 21/06/09 03:26 #

Ég var í tvö ár á heimavist MA með herbergisfélaga. Það var alls ekkert slæmt.

Matti - 21/06/09 12:56 #

Þetta er einfaldlega spurning um forgangsröðun að mínu mati.

Lausnin á húsnæðisvanda fangelsa felst í að lögleiða ákveðin fíkniefni.

Siggi Ó. - 21/06/09 14:49 #

Humm, það að þurfa að míga eða skíta fyrir framan klefafélaga einn eða fleiri er nú held ég ekki það vesta sem menn þurfa að þola í fangelsi.

Það venst ágætlega að skíta með áhorfendur. Það vitum við vel sem höfum verið á trillum og þurft að skíta í fötu á dekkinu eða út fyrir borðstokkinn meðan vinnufélaginn horfir á(eða í hina áttina, eftir því hvað hann kýs :)

Svolítið óþægilegt í fyrstu skiptin en þegar maður áttar sig á að þessi ofurvenjulega athöfn er svipuðu hjá öllum og hluti af daglegu lífi verður þetta lítið vandamál.

Vorkenni föngum svo sem ekki að deila klefa í styttri tíma.

Helga Kristjánsdóttir - 21/06/09 15:56 #

Ég er sammála síðueiganda eins og hann leggur þetta upp. Margir aldraðir í okkar samfélagi enda ævi sína á elliheimilum með ókunnugum í herbergi og án pláss fyrir persónulega muni nema eina og eina mynd af afkomendum (sem í sumum tilvikum koma aldrei í heimsókn)

Við notuðum ekki einu sinni tækifærið í góðærinu til að búa öldruðum þokkalegra ævikvöld. Ömurlegt.