Örvitinn

Öfugumeginframúrstefna

Fyrsta sumarfrísdaginn fór ég á fætur klukkan sex. Hef ekki vaknað svona snemma í marga mánuði.

Inga María gat ekki sofið og ég vildi ekki hafa hana eina frammi. Við erum búin að borða morgunkorn og nú leggur hún kapal. Amma hennar kenndi henni það um helgina.

Uppfært:
Fimm mínútum eftir að ég skrifaði þetta rölti hún inn í rúm að leggja sig. Kemur í ljós hvernig það gengur.

dagbók
Athugasemdir

Kristín í París - 22/06/09 09:33 #

Öfugumeginframúrstefna er mjög gott orð. Mér finnst líka alltaf undarlegt þegar vinir mínir láta börnin sín vaka alein frammi og mega ekki vekja mömmu og pabba. Ég hélt í alvörunni að ég væri ein um þetta álit, hef svo oft verið "skömmuð" fyrir að ofdekra börnin mín á morgnana.

Matti - 22/06/09 11:51 #

Þórarin Eldjárn á þetta orð. Það er úr barnabók eftir hann sem ég man ekki hvað heitir. Held það hafi ekki verið Grannmeti og átvextir.

Ef þær systur hefðu báðar farið á fætur hefði ég sennilega bara aðstoðað þær við að fá sér morgunmat og svo lagt mig aftur :-)

Kristín í París - 22/06/09 18:33 #

Já, það finnst mér allt í lagi. Ég skríð líka oft aftur upp í, en ég þekki slatta af börnum sem vita klukkan hvað má í fyrsta lagi fara inn til foreldranna, burtséð frá því hvenær þau vakna. M.a.s. einkabörn líka. Ég hef aldrei skilið þetta, held alveg örugglega að ég hafi alltaf mátt hlunka öðru hvoru foreldra mína framúr þegar mér hentaði.

Kristín í París - 22/06/09 18:33 #

foreldra minna...