Örvitinn

Ekkert kjötborð á suðurlandi

Fórum í bústað á föstudag og komum heim í dag. Ekki í Borgarfirði í þetta skipti heldur vorum við í Selvík. Vorum með tengdaforeldrum mínum, sem leigðu bústaðinn, um helgina. Vorum svo ein eina nótt. Foreldrar mínir komu í heimsókn í gær og gistu.

StrokkurGerðum svosem ekki mikið enda veður frekar leiðinlegt, rigning allan tímann. Ég gat ekki róið útaf meiðslum en stelpurnar fóru einu sinni á vatnið með afa sínum. Spiluðum minigólf og pool. Í gær fórum við smá rúnt á Geysi. Borðuðum þokkalegan mat á hótelinu en hamborgarinn var þó ekki jafn merkilegur og halda mætti af matseðlinum.

Ég komst að því að það er ekkert kjötborð á suðurlandi, a.m.k. ekki í Selfossi og Hveragerði Mér finnst dálítið lélegt að geta ekki fengið almennilegt kjöt í landbúnaðarhéraðinu. Úrvalið í Krónunni er þó töluvert betra en í Bónus. Bændur á svæðinu mættu gjarnan sýna lit og bjóða upp á úrvalskjöt, nóg er af túristum og sumarbústaðagengi í nágrenninu.

Ég dundaði mér við að lesa Hrunið en kláraði ekki, kenni Civ4 um það Áhugavert bók.

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 23/06/09 21:27 #

Ég fékk einhvað svona ferðablað um daginn og þar var merkt inn á bændur sem selja beint frá býli og það var eitthvað á suðurlandi en man ekki hvar.

Ætlaði alltaf að benda ykkur á að við vorum þarna á Hraunsnefi um daginn ekkert langt frá ykkar bústað en samt aðeins lengra en Hreiðarvatnsskáli þar er ágætis veitingastaður svona þar sem þið farið stundum út að borða.

hildigunnur - 24/06/09 10:18 #

ha, er kjötborðið í Nóatúni á Selfossi hætt (eða verra, er búið að leggja niður Nóatúnsverslunina á Selfossi?) :o

Matti - 24/06/09 10:23 #

Búið að loka Nóatúna, Krónan komin í staðin.