Örvitinn

Bloggbergmál

Sumir bloggarar endurskrifa það sem þeir lesa hjá öðrum. Vísa aldrei á neitt. Stundum dugar bloggfyrirsögn til að veita þeim innblástur.

Þeir skrifa kannski stuttan, skýran og spennandi texta en mættu vera frumlegri.

Hróp:

Ég komst að því að það er ekkert kjötborð á suðurlandi, a.m.k. ekki í Selfossi og Hveragerði Mér finnst dálítið lélegt að geta ekki fengið almennilegt kjöt í landbúnaðarhéraðinu. Úrvalið í Krónunni er þó töluvert betra en í Bónus. Bændur á svæðinu mættu gjarnan sýna lit og bjóða upp á úrvalskjöt, nóg er af túristum og sumarbústaðagengi í nágrenninu. (ég kl. 17:45)

Bergmál:

Oftast hef ég aðgang að nothæfu kjötborði, en þegar ég er á Hrunaheiðum, verð ég að nota Samkaup á Flúðum. Þar eru bara seldar forkryddaðar kjötsneiðar af ýmsu tagi fyrir sumarbústaðafólk. Ég hef þrisvar keypt þær í neyð. Reyni að skafa kjötið og þurrka það, án árangurs. Í rauninni er mjög erfitt að búa annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. (Jónas kl. 18:37)

Ýmislegt