Örvitinn

Framúrstefna

Þegar maður ekur þjóðveginn á jöfnum 90 km hraða á klukkustund eða rétt rúmlega það gerist það að sjálfsögðu reglulega að bílar taka fram úr. Þá reynir maður að vera liðlegur svo framúrakstur gangi vel.

Það skondna er að þegar ekin er þokkalega löng leið eru sömu bílarnir alltaf að taka fram úr manni aftur og aftur. Framúrstefnufólkið virðist stoppa lengur á áningastöðum.

Ég tók reyndar tvisvar fram úr sama bílnum, en það var rúta sem ók hægt og ég stoppaði bara í tíu mínútur.

dagbók
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 26/06/09 10:09 #

Klárlega, það tekur oft sami bíllinn fram úr mér 2-3 á leiðinni í Ak-Rvk. Ég held að þetta sé reykingafólk, sé að flýta sér á áningastað til að reykja, stoppar oftar og örlítið lengur (7mínútur/sígarettu?).

-DJ- - 27/06/09 13:48 #

Já! Þetta reykingafólk keyrir eins og brjálæðingar! :)