Örvitinn

Tungumálaörðugleikar á La vita é bella

Tungumálið flækist stundum fyrir þegar höfuborgarbúar panta mat á akureyskum veitingastað. Þannig varð forrétturinn að rétti sem aldrei er borinn fram sem forréttur heldur meðlæti og barnarétturinn reyndist afskaplega fullorðins þegar hann kom á borðið (og reikning). Ég nennti ekki að tuða og borgaði auka þúsund krónur.

Annars var maturinn á La vita é bella nokkuð góður þó risotto stæðist ekki prófið (ég get gert betur). Brauðið var t.d. sérlega gott, maukið með því ansi gott og staðurinn stóðst pastaprófið, heimatilbúið spagettí var ekki ofsoðið. Balsamic edik var ofaukið á carpaccio, veitingastaðir eiga það til að ofnota það en ég hélt samt að flestir væru hættir því. Beikonvafðir sveppir með sniglum voru áhugaverðir þegar þeir skiluðu sér, ég er að spá í að prófa það sjálfur.

veitingahús
Athugasemdir

hildigunnur - 26/06/09 09:57 #

heitir veitingastaðurinn virkilega ítölsku nafni með herfilegri málvillu?

Kristinn - 26/06/09 11:02 #

Nei, líklega veist þú einfaldlega ekki betur. La vite é belle þýðir Vínið er fallegt.

Bjarki - 26/06/09 11:30 #

Staðurinn heitir La Vita é Bella.

Matti - 26/06/09 12:15 #

Ég laga þetta seinna.

Jóhannes Proppé - 26/06/09 13:33 #

Þetta var á köflum rosalega Jónasarleg færsla.

Ásgeir - 26/06/09 14:40 #

Á þessum ágæta stað er hægt að fá Pizza Mussolini.

Arnold - 26/06/09 16:03 #

Mér finnst Matti oft óttalegur Jónas. Og Jónas óttalegur Matti. Það er kannski ástæðan af hverju þeim kemur svona illa saman :)

hildigunnur - 26/06/09 16:11 #

Kristinn, ég stóð í þeirri meiningu að vite sé karlkynsorð og taki þá ekki með sér la. Gæti skjátlast samt, ég er ekki sérlega góð í ítölsku :)

Arngrímur - 26/06/09 18:55 #

Aldrei hef ég lent í tungumálaörðugleikum á Akureyri ...

Matti - 26/06/09 21:27 #

Það er þversögn að líkja mér við Jónas í athugasemd.

Arnold - 26/06/09 22:31 #

Ég var líka bara að stríða þér :)

Matti - 27/06/09 10:47 #

Sumt grínast maður ekki með ;-)

Arnold - 27/06/09 11:24 #

Vissi að ég vara þarna á sprengjusvæði. En ég er spennufíkill og ræð ekki við það :)

Kalli - 27/06/09 22:40 #

Beikonvafðir sveppir með sniglum? Hvaða snillingi datt þannig í hug? Ég er að pæla í hvað myndi vera gott að drekka með þannig og eitthvað massað þurrt freyðivín, Geuze eða Sierra Nevada Pale Ale kemur í hugann sem bendir til að þetta sé kick ass réttur :D