Örvitinn

Almennilegur sannleikur

Einkenni á almennilegum sannleika er að þú verður að gjöra svo vel að taka afstöðu til hans.

Þú verður að velta honum fyrir þér.

Sé það alvöru sannleikur verður þú að hafa fyrir honum.

Ef þú efast um eitthvað gæti það því verið vísbending um að það sé alveg satt. #

Er það bara ég eða snýr presturinn öllu á haus?

Ástarklysjan er ótrúlega þreytt. Ég efast hvorki um að fólk geti elskað eða trúað. Munurinn felst í því hvort það sem er elskað eða trúað á er til. Ef ég hitti mann sem væri ástfanginn af manneskju sem enginn annar gæti séð eða haft samskipti við, þá myndi ég telja hann óskaplega klikkaða.

kristni vísanir
Athugasemdir

Teitur Atlason - 27/06/09 12:44 #

Hvað þýðir þetta:

Og Guð hjálpi þeim sem hefur aldrei efast um sjálfan sig.

Hvað er að "efast um sjálfan sig"? Er þetta ekki bara ein af hinum hundraðognítíuþúsund innihaldslausu klysum sem ríkiskirkjan notar til þessa að rugla fólk í rýminu?

-Til að upphefja eitthvað einfalt sem óskilanlegt og framandi?

Óli Gneisti - 27/06/09 13:43 #

Póstmódernprestsfroðugeneratormoggabloggstilraunin.