Örvitinn

Feður og dætur

Þegar dætur biðja feður um að dansa á balli (t.d. á ættarmóti) mega feður ekki hika. Ekki gera sér upp meiðsli eða vera uppteknir við að blaðra við fólk. Feður eiga ósköp einfaldlega að dansa við dætur sínar.

Það getur nefnilega skipt þær miklu meira máli en þeir halda og smá vandræðalegheit skipta engu máli í hinu stóra samhengi. Hverjum er ekki sama hvað aðrir hugsa.

fjölskyldan
Athugasemdir

Magnús - 01/07/09 17:14 #

Innilega sammála. Ég hef ekki hafnað neinu boði um slíkt hingað til, þótt það hafi oftast bara verið á stofugólfinu.

Matti - 01/07/09 17:56 #

Ég var upptekinn við að blaðra og þóttist of slæmur í öxl til að geta dansað. Olli smá krísu.

En það endaði allt vel og dansinn dunaði fram á nótt.