Örvitinn

Skjámynd

Svona er desktopið hjá mér á borðtölvunni heima. Mér finnst þessi mynd einkar hentug sem bakgrunnur. Myndin er minnkuð, líka sú stærri sem kemur þegar smellt er. Upplausnin á skjánum er 1920x1080. Ég fel alltaf taskbarið og hef það uppi þar að auki.

Bakgrunnur

Glöggir taka eftir því að myndin hallar örlítið. Ég nenni ekki að laga það fyrir desktopið en myndi gera það ef ég ætlaði að prenta myndina.

Ýmislegt
Athugasemdir

Sindri Guðjónsson - 03/07/09 19:47 #

Hvaða sker er þetta?

Matti - 03/07/09 21:22 #

Þetta er sennilega nafnlaust sker. Smásker við Reykjanes, mitt á milli Straumsvíkur og Voga.

Sindri Guðjónsson - 04/07/09 04:17 #

Jæja, ég legg til að skerið verið nefnt Sverrir.

Arnold - 04/07/09 10:02 #

Snyrtilegt desktop. Bara 4 icon og engir folderar. Ég þarf að tak mér þetta til fyrirmyndar. Mitt er sóðalegt. Flott mynd.

Sindri Guðjónsson - 04/07/09 22:38 #

Mitt desktop er íslenski fáninn, með kommonista merkinu í horninu uppi til vinstri (hamar og sigð). Stút fullt af iconum.

Már - 05/07/09 22:32 #

Er þetta þá ekki bara skámynd?

Matti - 05/07/09 22:34 #

Ég hallaði skjánum bara örlítið og þá var þetta fínt.