Örvitinn

Leit og svör biskupsdraugsins

Morgunblaðið heldur áfram að birta pistla dauða biskupsins. Mér finnst það helvíti smekklaust. Er þetta ekki að verða búið eða eru pistlanir kannski skrifaðir af biskupsbotta?

Í pistli dagsins eru þekktar klysjur. T.d.

Ekki er loftið sýnilegt, lífsloftið, sem við öndum að okkur og værum dauð um leið og það hyrfi. Ekki er ljósið áþreifanlegt, við getum ekki fest hendur á því. Það eru áhrifin sem við þreifum á. Að loka á ljós og loft er að opna fyrir dauðanum. Og hvar sérðu dauðann? Glyrnur og greipar hans sér enginn. En verk hans og áhrif blasa við.

Já, vissulega blasa verkin við þegar pistill látins manns er lesinn.

Þetta er merkingarlaus froða hjá biskupsdraugnum. Hvaða máli skiptir hvort loftið er sýnilegt? Það er einmitt áþreifanlegt. Hvaða máli skiptir hvort ljósið er áþreifanlegt? Það er sýnilegt. Svo er spurning hvort það telst áþreifanlegt í vissu formi, t.d. þegar sólarljósi er fókusað á einn punkt með stækkunargleri. Af hverju talaði uppvakningurinn ekki um að bragð hafi ekki massa eða hljóð engan lit?

Pistlar dauða biskupsins eru óttalegt sorp. Samt er ég viss um að ríkiskirkjusinnar lesa þetta upp til agna og þykir spekin óendanleg. Ég held það hafi verið "speki" af þessum toga sem gerði það að verkum að fólk talaði um að þessi karl hefði verið óskaplegur andans maður. Ég held hann hafi bara verið froðusnakkur. Keisari án fata. Hef ekki enn rekist á nokkurn texta eftir hann sem mér finnst gáfulegur.

Hvernig ætli morgunblaðið myndi bregðast við svargreinum? Ætli maður fengi þær birtar, sérstaklega ef maður setti þær upp sem ritdeilu við drauginn.

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 05/07/09 14:17 #

Ætli kallinn hafi aldrei séð til dæmis loftbólur í vatni á sinni löngu ævi?

legopanda - 06/07/09 20:13 #

Maður ætti eiginlega að láta reyna á það, að svara þessum greinum. Af hverju ekki? Það er ekki eins og maður taki ekki líka þátt í ritdeilum til að koma skoðunum á framfæri fyrir aðra að lesa.

legopanda - 06/07/09 20:14 #

Ef þetta væri ekki svona óttaleg froða og bull myndi maður kannski gera það, vil ég bæta við.

Hólmfríður Pétursdóttir - 06/07/09 21:47 #

Nú reynir á virðingu fyrir fólki. Þessi grein ber ekki vott um mikla virðingu fyrir fólki, hvorki lífandi né látnu. Mér er vo annt um minningur Sigurbjörns Einarssonar, að ég ætla ekki að taka þátt í neinni umræðu um þetta. Stóðst bara ekki þetta með virðinguna í beinu sambandi við skrif þín um orðalag Guðna Th.

Matti - 06/07/09 23:57 #

Biskupinn dauði átti aldrei nokkra virðingu gangvart trúlausum íslendingum.

Morgunblaðið heldur áfram að birta þessa stjörnuvitlausu pistla hans. Er það ekki frekar virðingarleysi? Er bannað að bregðast við þeim pistlum?

Ég þagði (mestmegnis) í kringum andlát hans. Það hlýtur að mega tjá sig hispurslaust um karlinn í dag fyrst fólk er enn að upphefja hann.