Örvitinn

"Meira að segja trúleysingjarnir"

Fulltrúar þingflokkanna sátu á fundi í herbergi forsætisnefndar og ræddu meðal annars hvort allir flokkarnir gætu staðið saman að áskorun til mótmælenda um að stilla hávaða í hóf. Það var einmitt tímanna tákn að varla var fundarfært; fólkið úti fyrir barði á potta og pönnur og lamdi á rúður þinghússins þannig að vart heyrðist mannsins mál. Hugmyndir um sameiginlegt ákall fengu ekki brautargengi en á Austurvelli varð skyndilega friður og ró. Útför hófst í Dómkirkjunni og mótmælendur - meira að segja trúleysingjarnir í hópi anarkista - sýndu kirkjugestum þá háttvísi að trufla ekki athöfnina.
[Hrunið, Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar eftir Guðna Th. Jóhannesson, bls. 320]

Hvað finnst ykkur?

Ýmislegt
Athugasemdir

Sindri Guðjónsson - 06/07/09 03:00 #

Hljómar einkennilega að Guðna finnist það sérstaklega athyglisvert að trúlaust fólk beri virðingu fyrir útförum og tilfinningum fólks sem misst hefur ástvin.

Óli Gneisti - 06/07/09 03:43 #

Ég giska, og vona, að þetta sé bara klúðurslega orðað hjá honum. Mér finnst annars um leið gott að það sé bent á þetta.

hildigunnur - 06/07/09 09:12 #

jamm, hugsa sér, trúleysingjar geta verið tillitssamir. Ótrúlegt...

Bjarki - 06/07/09 11:14 #

Ef allt hefði verið með felldu hefðu trúleysingjar væntanlega kastað saur í útfarargesti. En þetta voru jú mjög sérstakir tímar.

dæs...

Hólmfríður Pétursdóttir - 06/07/09 13:44 #

Mig minnir að ég hafi séð svona tekið til orða í frétt af atburðinum og fundist það asnalegt.

Ég held að Guðni hafi tekið þetta hugsunarlaust upp þekki hann ekki að orðru en að vilja skrifa sem hlutlausastan texta til útgáfu i bók.

legopanda - 06/07/09 20:12 #

Mér sýnist hann vera að grípa í klisjuna, vonandi hugsunarlaust. Trúleysingjar bera ekki sjálfkrafa virðingu fyrir trúarbrögðum og trúarathöfnum, en þeir bera virðingu fyrir fólki.

Kalli - 06/07/09 22:24 #

Mér sýnist hann vera að grípa í klisjuna, vonandi hugsunarlaust.

Ég hélt nú samt að menn læsu yfir það sem þeir skrifa. Fengju jafnvel til þess fagfólk ef þetta væri ætlað til útgáfu.