Örvitinn

Hættuspilið

Öll fjölskyldan spilaði Hættuspilið í gærkvöldi. Stelpurnar spiluðu í fyrrakvöld, í gærkvöldi ákváðum við foreldarnir að vera með. Hættuspilið eldist vel og er stórskemmtilegt.

Samt dálítið skondið að spila við yngri stelpurnar. Þær vilja ekki vera vondar við neinn, a.m.k. ekki fyrr en sá er við það að vinna. Sjá í raun ekki tilgang með spilum sem skaða aðra en færa þeim engan gróða. Ég held að hugsanlega sé þetta "tit for tat" hugsunarháttur, þær myndu örugglega byrja að útdeila "refsingum" ef einhver kæmi illa fram við þær fyrst. Aftur á móti þorði ég ekki að gera slíkt við þær því það er aldrei að vita hvernig þær hefðu tekið því. Unglingurinn varð fórnarlamb í staðin en hún vann nú samt spilið að lokum með því að snúa almennilega á mig.

Á internetspjaldinu er vísað í leitarvélina Altavista, Google var sennilega enn bílskúrsfyrirtæki þegar spilið kom út.

fjölskyldan