Örvitinn

Gáfuðustu menn Íslands

Helgardagblaðið tekur saman lista yfir gáfuðustu menn Íslands. Svona listar eru náttúrulega bara til gamans gerðir, rætt er við svokallaða álitsgjafa sem yfirleitt eru frekar einsleitur hópur, fjölmiðlafólk hefur mikið vægi. Blaðamenn senda yfirleitt bara tölvupóst á kunningja sína.

Það sem vekur athygli mína við þennan lista er ekki þeir sem á honum eru, enda allt hið mætasta fólk, heldur þeir sem ekki eru á listanum.

Það er ekki einn einasti vísindamaður á lista álitsgjafa yfir gáfaðasta fólk landsins. Enginn menntaður í raunvísindum, enginn sem er þekktur fyrir fræðistörf. Rithöfundar og stjórnmálamenn eru áberandi.

Segir þetta okkur eitthvað um viðhorf landans? Ég veit það ekki, þetta er ekki beinlínis fræðilegt.

Njóta vísindamenn sannmælis á Íslandi? Njóta þeir virðingar? Getur verið að við upphefjum flesta aðra en fræðimenn?

fjölmiðlar
Athugasemdir

Eggert - 12/07/09 01:13 #

Það vita allir að íslenskt hugvit er best nýtt í fjármálageiranum og kennitöluflakki. Hmm, eða var það í fyrra, a.m.k.