Örvitinn

Eggjabrauðskeppnin

Úrslit liggja fyrir. Bæði Kolla og Inga María segja að mitt eggjabrauð sé betra en eggjabrauð móður þeirra. Þar með eru úrslit ráðin og keppni lokið. Við getum hætt að velta þessu máli fyrir okkur.

Morgunverður í bústað var semsagt eggjabrauð (french toast). Eggjabrauð er alveg örugglega það fyrsta sem ég lærði að elda. Hrærð egg í skál, smá mjólk, eitthvað krydd, brauði drekkt í eggjahrærunni og steikt í smjöri.

matur
Athugasemdir

Gyða - 14/07/09 11:08 #

uss uss þetta er svindl það er svo langt síðan þær hafa smakkað eggjabrauðið mitt að þær muna bara ekki alveg nógu vel hvernig það er.

Ég er viss um að ef ég fer með þær ein í bústað þá get ég líka talið þær á að mitt brauð sé best. Þetta er sko svindl :-)

Kolla, Inga María og Matti - 14/07/09 11:12 #

Hópathugasemd úr sófanum í bústað.

Kolla:

Mér finnst betra að hafa góða bragðið á öllu brauðinu.

Inga María:

Mér finnst betra að hafa eitthvað krydd og svona líka.

Matti:

Sko, þarna sérðu. Þær muna alveg eftir þínu brauði. Mitt vann bara heiðarlega, þú verður að sætta þig við það.

Kolla:

Mér finnst mömmu samt ennþá gott.

Inga María:

Mér líka.

Matti:

En mitt samt miklu betra.

Kolla:

Ekki miklu.

Inga María:

Mér finnst það heldur ekkert miklu.

Matti:

En samt betra.

Kolla:

Já.

Inga María:

Hahahaha. Já.

Gyða - 14/07/09 12:06 #

he he sko það er ekki miklu bara smá betra ;-)

knúsaðu stelpurnar frá mér

Eyja - 14/07/09 16:17 #

Á mínum bæ er það bara kryddað með kanil og svo borðað með hlynsírópi upp á ameríska mátann eða sultu. Ekki er verra að hafa niðurskorna ávexti með.

Matti - 14/07/09 20:34 #

Ég verð að játa að ég borða eggjabrauðið alltaf með tómatsósu, krydda oft með Season all! :-)

hildigunnur - 14/07/09 23:57 #

Heima hjá mér heitir þetta fyrirbæri bara french toast, eggjabrauð er brauðsneið sem er gert gat í miðjuna og steikt með heilu eggi í gatinu. Ekki slæmt heldur.

En french toast er með kanilsykri/flórsykri og hlynsírópi, ekki saltkryddað með tómatsósu :p

Matti - 14/07/09 23:59 #

eggjabrauð er brauðsneið sem er gert gat í miðjuna og steikt með heilu eggi í gatinu. Ekki slæmt heldur.

Það er eggjabrauðið hennar Gyðu :-)

Uppfært:
Ég krydda nú stundum með einhverju betra, t.d. fersku kryddi ef ég á það til. Í bústað átti ég lítið til og þetta virkar ágætlega.

Þar sem ég er alinn upp við tómatsósuútgáfuna, jafnvel með beikon, á ég erfitt með að ímynda mér að hitt sé gott. Svona miðum við allt við það sem við erum vön :-)

Eyja - 15/07/09 13:03 #

Götuð brauðsneið steikt með eggi í miðjunni er kölluð "egg í gati" heima hjá mér. Það er borðað með tómatsósu, osti og/eða einhverju sem til fellur. En þessar umræður í gær veittu mér innblástur til að bjóða upp á tvær útgáfur af french toast í gær, annars vegar með kanil og hins vegar með season all sem var snætt með tómatsósu.

Tinna G. Gígja - 15/07/09 13:54 #

Hérna er eggjabrauðið yfirleitt með gati, brauðinu velt upp úr krydduðum hvítum og látið drekka þær ver í sig og rauðan sett í gatið. Síðan er gott að skella osti ofan á, jafnvel sveppum eða beikoni eða öðru tilfallandi en tómatsósu hef ég aldrei verið hrifin af. Eggjabrauðssamloka er líka góð en þá verða rauðurnar að ver hvor í sínu horni á sneiðunum til að jafnast út. Þær eiga svo að vera vel blautar, svo hægt sé að dýfa hornunum í lekann.