Örvitinn

Hæfi og háskólagráður

Óskaplega er sumt fólk upptekið af því að Svavar Gestsson sé ekki með háskólagráðu og hafi þar með verið óhæfur til að leiða Icesave samninganefndina. Ég fæ ekki betur séð en að flestir aðaldrullusokkarnir í Hrunininu séu með a.m.k. eina gráðu. Svo sýnist mér margir helstu vitleysingar moggabloggsins skarta mörgum gráðum, t.d. Vilhjálmur Örn og Jakobína Ingunn. Mætti ég frekar biðja um fólk með grunnskólapróf en slíka spekinga.

Ekki taka mark á mér, ég er ekki með gráðu.

pólitík
Athugasemdir

Erlendur - 15/07/09 16:25 #

Ég er alveg sammála þér, og ég er með tvær gráður :P

Bragi Skaftason - 15/07/09 18:05 #

Veit ekki... en hvað veit ég, er með nokkrar kommur... (tongue in cheek)

Steindór J Erlingsson - 15/07/09 19:06 #

Hér á landi ríkir mikið menntasnobb! Án þess að ég taki afstöðu til starfa Svavars þá er furðulegt að gagnrýna hann fyrir skort á háskólagráðu. Hvorki Illugi Jökulsson né Egill Helgason eru með háskólagráðu og eftir því sem ég best veit ekki heldur stúdentspróf. Hér eru þó á ferðinni víðlesnir gáfumenn! Varðandi fólk með doktorsgráður, sem ég er sjálfur með, þá eru þær enginn mælikvarði á almennar gáfur!

Bjarni - 15/07/09 22:23 #

Þessi gagnrýni gengur út á það að Svavar er væntanlega ekki með gráðu eða sérfróður um þau svið sem samningaviðræðurnar tóku til(lögfræði og hagfræði væntanlega). Þið getið allt eins sett hvaða gráðu sem þið viljið inn í staðinn fyrir stúdentstitilinn, líffræðingur, íslenskufræðingur, guðfræðingur, tölvunarfræðingur.

Það að tiltaka stúdentstitilinn í sífellu vísar til þess að hann hafi verið lítt til starfans fallinn, frekar en illa menntaður! Þannig skil ég það allaveganna.

Matti - 15/07/09 23:37 #

Þetta er fyrst og fremst ómálefnaleg gagnrýni fólks sem hefur ekkert betra fram að færa í umræðunni.

Svavar stjórnaði hóp fólks sem gerði þessa samninga. Í hópnum voru sérfræðingar sem hafa menntun á þeim sviðum sem þurfti.

Haukur - 15/07/09 23:57 #

Ég tek undir þetta allt, mér finnst það vera þreytandi elítuþvaður þegar hamast er á Jóhönnu eða Svavari fyrir að vera ekki háskólamenntuð. Samt mundi ég seint kjósa Samfylkinguna og hef litla trú á Svavari.

Sjálfur er ég með þrjár háskólagráður og að vinna í þeirri fjórðu. Mér dettur ekkert í hug úr þeim sem myndi nýtast í svona samningaviðræður.

Jóhannes Proppé - 16/07/09 00:15 #

Ég veit ekki mikið um Svavar Gests, en hann og hans frú eru frábærir gestgjafar og indælis fólk að sækja heim.

Vel má vera að hann sé vanhæfari til samninga en súkkulaði til flugvélasmíða. Hvað um það, hann var okkur ágætasti fulltrúi í Svíþjóð.