Örvitinn

Vegamót klikkaði í hádeginu

Á stað eins og Vegamót á það ekki að gerast að íspinnarnir sem eiga að fylgja barnaréttum klárist. Það er ekki langt í næstu Bónus verslun.

Svona staður á heldur ekki að ofsjóða spagettí, Spaghetti Rucola varð eiginlega frekar glatað. Ég hef aldrei áður orðið fyrir vonbrigðum með matinn á Vegamótum. Núðlurnar hennar Gyðu voru góðar og við keyptum íspinna handa stelpunum í Bónus.

Það var fínt að sitja úti í hádeginu.

kvabb veitingahús
Athugasemdir

hildigunnur - 15/07/09 19:43 #

haha, já, það á bara að senda einhvern hlaupandi út eftir meiri íspinnum. Hugsa það sé í hæsta lagi þriggja mínútna gangur út í Bónus við Hallveigarstíg.

Lenti einu sinni í svipuðu í morgunmat á Prikinu, allt galtómt, ekki til egg, ekki til appelsínusafi, ekki nokkur hlutur. Fer ekki þangað aftur - það hefði verið svo lítið mál að skjótast annaðhvort í Vísi eða þá bara á næsta stað og fá lánaðþað sem þurfti.

Siggi Óla - 16/07/09 22:49 #

Já lélegt að redda þessu ekki í snatri. Að svíkja börnin um auglýstan glaðning er mjög neikvætt. Var einu sinni í fínum kvöldverði á Broadway og meðan við pöntuðum borðvín af lista með matnum sagði frændi minn (fullorðin) að með svona veislumat gæti hann ekki drukkið neitt nema Jólabland (malt og appelsín). Þjóninn brosti og sagði að það væri ekki til í augnablikinu en það yrði ekkert mál og kæmi fyrr en varði því hann myndi senda einhvern út í sjoppu til að redda því. Tíu mínútum seinna var komin jólablanda á borðið og allir hæstánægðir :)