Örvitinn

Salat kvöldsins

Kvöldmaturinn var salat. Reyndar ekkert aðhaldssalat heldur blandað salat, spínat, kúskús, tómatar, paprika, fetaostur, rauðlaukur, parmesan ostur, pepperonipysla og nautalund. Grillaði nautalundir medium/medium rare, kryddaði með salt og pipar og skar svo í þunnar sneiðar. Bjó til örlitla dressingu úr balsamic edik, ólífuolíu og lime safa.

salat

Höfum gert kúskússalat nokkrum sinnum undanfarið. Tilvalið ef maður á afgang af kjúkling að búa til salat úr kúskús, kjúkling og allskonar grænmeti.

matur
Athugasemdir

Lissy - 19/07/09 20:39 #

I wonder how many people in Iceland had salad tonight? Give the lamb a pass after all the hot days?

Because I threw every vegetable, plus a mango and some tortilla chips, into a big bowl along with left over chicken breast strips, for dinner tonight. Pitusósu mixed with olive oil, white wine vinegar, and a tiny bit of mustard (really just the juice), made a scrum diddily umptious dinner.

Felt like I was in Mexico or something, though.

Jóhannes Proppé - 19/07/09 21:52 #

Faglegt álit á þessu salati: Sælgæti. Prufaðu við tækifæri, ef þú færð þér salat með rauðu kjöti, að nota klettasalat dressað upp með smá truffluolíu og sherríediki.

Matti - 20/07/09 11:32 #

Klettasalat er gott, trufluolía getur varla klikkað. Ég prófa það.

Annars er þetta dálítið sniðug leið til að borða meira salat með kjötinu. Snúa þessu einfaldlega við og hafa salatið sem aðalrétt.

Vorum með um 350gr af nautalund í matinn í gærkvöldi.