Örvitinn

Almenn ánægja með Karla sem hata konur?

Pressumenn kunna að plögga þegar þeim er boðið á viðhafnarforsýningu, vilja láta bjóða sér aftur.

Ekki var annað að heyra á framsýningargestum í gærkvöldi, en almenna ánægju með sænsku kvikmyndina sem er einhver sú vinsælasta sem sýnd hefur verið á Norðurlöndum í háa herrans tíð. #

Almenna ánægjan er þó ekki alveg almenn eða kannski er Eiríkur Jónsson bara heiðarlegri en sumir. Smekkur fólks er víst líka misjafn.

Gerðist í kvöld á viðhafnarsýningu á Menn Sem Hata Konur.

Eftir 45 mínútur hallaði ég mér að ástinni minni og hvíslaði:

"Eigum við ekki að fara?"

Svo gengum við út í myrkrinu. #

Ætli ég kíki ekki á myndina þegar Gyða er búin með bókina.

Ekki böggast í mér um hvort bókin heitir Menn... eða Karlar.... Kaffistofan og Eiríkur tala um Karla....

vísanir
Athugasemdir

Guðmundur Aðalsteinsson - 23/07/09 11:50 #

Er sammála Eiríki. Ég fór á myndina í gær og varð fyrir miklum vonbrigðum. Held að þeir sem lásu bókina geti ekki annað en fundist myndin hafa "floppað".

Matti - 23/07/09 17:33 #

Höfum þetta (næstum því) vísindalegt. Ég fer með konunni í bíó þegar hún er búin að lesa bókina. Sjáum til hvort okkar skemmtir sér betur, hún sem hefur þá lesið bókina eða ég sem þekki söguna ekki neitt.

Gurrí - 24/07/09 22:58 #

Ég skemmti mér konunglega á henni. Fínasta tilbreyting að hlusta á sænskuna þótt ég skilji varla orð í henni. Las bókina þegar hún kom út og hún rifjaðist smám saman upp en ekki alveg. Bíómynd er líka allt annað en bók og vonlaust að gera öllu skil í henni. Er spennt að vita hvernig ykkur líkar við hana.