Örvitinn

WD-40 á grillið

Um daginn rakst ég á lista yfir notagildi WD-40. Ég hef notað þetta til að smyrja hitt og þetta en hafði ekki hugmynd um að efnið væri svona óskaplega gagnlegt.

Í gærkvöldi prófaði ég svo að spreyja dálítið utan á grillið og þrífa með eldhúspappír. Hef áður farið út með sápuvatn í fötu og hamast á grillinu með takmörkuðum árangri og ákvað því að prófa eitthvað annað. Viti munn, drullan hvarf. Ég var reyndar að grilla þannig að ég þreif ekki allt, held það sé ekki gáfulegt að spreyja þessu á opinn eld eða beint á matvæli. Þarf að taka mig til og klára að fara yfir grillið, en ég mæli semsagt með því að þið prófið að þrífa grillið með WD-40.

Ýmislegt
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 30/07/09 11:49 #

Ég trúi atriði 36, en efast um að það geri nokkuð gagn.

Matti - 30/07/09 11:52 #

Það efast ég líka um :-)