Örvitinn

Duglegur í bústað

Inga María flýgurVorum að koma heim úr bústað. Afrek helgarinnar var að ég skipti um loftnet. Setti upp vhf/uhf greiðu og því náum við núna stafrænum útsendingum og getum séð Skjá1 og Stöð2 þegar sú stöð er órugluð auk þess að myndgæðin hafa batnað. Síðustu helgi keypti ég stafrænan móttakara í Sjónvarpsmiðstöðinni en komst að því þá að loftnetið dugði ekki. Keypti því greiðu í Elnet á föstudag.

Þetta er ekki allt, ég skipti líka um pakkningu í útikrana og klippti tré í dag. Já, ég var ótrúlegur dugnaðarforkur.

Þarf ég virkilega smátt letur?

dagbók