Hve ríkur er Karl Wernersson?
Hvað á Karl mikla peninga á bankareikningum? Hversu mörg hús á hér á landi og í útlöndum? Hve marga bíla?
Hefur einhver (fyrrum) auðmaður á Íslandi þurft að flytja úr risastóra húsínu sínu í annað minna? Þurft að selja rándýra bílinn sinn og kaupa sér annan hóflegri? Einkaþotunum hefur vissulega fækkað en annað virðist eins og það var.
Ég held þetta fólk sé verulega veruleikafirrt og telji að það geti lifað áfram eins og síðustu ár. Þetta sé ekki þeim að kenna, af hverju ættu þau að þurfa að sleppa einhverju.
Meðal þess sem þarf að gerast á Íslandi er að hér þarf að eiga sér stað ákveðin leiðrétting. Fólkið sem brenndi milljarða getur ekki haldið áfram að lifa eins og íslenskur aðall, það þarf að gerast íslenskur almenningur.
Annars endar þetta eflaust með ósköpum.
ps. Í grein Karls er villandi samanburður á arðgreiðslum og bankavöxtum. 2% arðurinn var greiddur af heildarhagnaði, ekki eigið fé. Til að fá milljarð í bankavexti hefði þurft að leggja tíu í banka, Karl lagði ekki tíu milljarða af eigin fé í Milestone. Annars eru lokaorð greinarinnar fín. Leigupenninn hefði mátt leggja meiri áherslu á slíkt.
Björn - 04/08/09 11:45 #
Innilega sammála.
Matti - 04/08/09 13:36 #
Einar Karl með ágæta spurningu: Af hverju var Sjóvá knésett?
En aftur að grein nafna míns Karls Wernerssonar. Hann talar um Milestone sem fjölskyldufyrirtæki. Ég sé ekki alveg hvaða máli það skiptir, er þá minni ástæða fyrir aðra að forvitnast um málefni þess félags?
Karl spyr margra spurninga í grein sinni en gefur fá svör. Það er staðreynd að tryggingafélagið Sjóvá fór á hausinn. Af hverju gerðist það? Ekki snarminnkaði sala trygginga og ekki jókst heldur tjón sem bæta þurfti? Nei það var eitthvað annað sem kom til sem venjulegt fólk á erfitt að skilja. Svo það er engin furða þó fólk spyrji sig hvað í ósköpunum eigendur fyrirtækisins voru að bralla.
Hrun Sjóvár kostar skattgreiðendur í einhörðum peningum 14 milljarða. Þó við séum orðin sljó á háar tölur er þetta há upphæð. Nemur sem samsvarar 43 þúsund krónur á hvert mannsbarn. Þetta er meira en kostar að reka Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í eitt ár. Þannig varðar hrun "fjölskyldufyrirtækis" Karls allar fjölskyldur í landinu.
-DJ- - 05/08/09 01:45 #
Hvar er þessi grein annars?
Óli Gneisti - 05/08/09 18:20 #
Er það meira en bara þetta: Að andæfa lyginni?