Örvitinn

Ingó og veðurguðirnir að drepa mig

Stelpurnar keyptu diskinn með Ingó og veðurguðunum þegar við fórum í bústað þarsíðustu helgi. Hann hefur svo verið spilaður í ferðum okkar aftur og aftur (og aftur).

Ég ætla svosem ekkert að drulla yfir þessa tónlist, þetta er ágætis dægurlagapopp með skelfilegum textum. "Það er alveg bannað - að gera bara eitthvað annað - en ég elska þig enn". Í alvöru! "Hann var besti vinur minn - nú er hann farinn og ég finn - engan annan eins og hann - þennan mann." Ég er ekki að djóka :-)

Vandamálið er að þessi lög hafa flest skrúfast djúpt inn í heilann á mér þar sem hljóma í endalausri lykkju og ég losna ekki við þau. Þetta er agalegt ástand.

blah

tónlist
Athugasemdir

Mummi - 05/08/09 14:59 #

Ég bý við sama ástand heima hjá mér - Abba, Eurovision (ég get ekki hlustað á Is it true án þess að fá heiftarleg ofnæmisviðbrögð.. en ég hef svo sem aldrei getað það.. jæja..) o.s.frv.

Í mínu tilviki dugar mjög fínt að blasta One með Metallica. Ef lagið sem stefndi geðheilsu minni í hættu er enn að hringsóla í skallanum á mér spila ég bara One aftur.

Matti - 05/08/09 15:09 #

Ég fór að ráði þínu og skellti One í spilarann. Langt síðan ég hef hlustað á það.

Fæ agalegt nostalgíukast við að hlusta á lagið, rifja upp þegar ég byrjaði í Verzló þar sem Bjarni kynnti mig fyrir Metallica.

Óli Gneisti - 05/08/09 16:29 #

Þið eruð semsagt að segja að það sé kannski ágætt að eiga strák sem hægt er að fella snemma við þungarokkið. Skellti annars One í og drengurinn róaðist.

Matti - 05/08/09 16:33 #

Ég efast um að ég eigi eftir að setjast niður með stelpunum mínum og hlusta á Pantera eða Metallica - en það er svosem aldrei að vita :-)

Arnold - 05/08/09 16:38 #

Veðurguðirnir og Metallica. Hvort tveggja drasl. :-)

Árni Þór - 06/08/09 01:18 #

Já helvítið hann Bjarni... Hann gerði mér þennan grikk líka :)

hildigunnur - 06/08/09 09:27 #

Ég held ég hafi sloppið algerlega við þetta band og sýnist ég ekki vera að missa af neinu.

Toga mína krakka frekar í áttina að Prokoffieff og Sjostakóvitsj heldur en Metallica, en það virðist svínvirka, eiginlega bara miðdóttirin sem þráast við að hlusta á Velgjuna ennþá...