Örvitinn

Ópalprump

Ef maður étur heilan pakka af rauðum sykurlausum ópal er ekki útilokað að maður leysi illa lyktandi vind í kjölfarið.

Þetta var vísindatilraun dagsins.

dagbók
Athugasemdir

Eggert - 06/08/09 16:00 #

Mig minnir að það sé einmitt varað við laxerandi áhrifum utan á sykurlausum Tópas - e.t.v. ættirðu að athuga hvort vindurinn beri eitthvað með sér.

Matti - 06/08/09 16:03 #

Alveg rétt, á hlið pakkans stendur:

Mikil neysla getur haft hægðalosandi áhrif.

Þetta verður spennandi.

Arnold - 06/08/09 17:00 #

Ég ( konan mín reyndar líka )hef reyndar sömu reynslu af sykurlausum grænum Tópas. Við höfum með hávísndalegum aðferðum (konan vinnur hjá lyfjarannsóknar fyrirtæki) komist að því að það sé Xylitol-ið sem valdi vindganginum.

Reyndar var engum vísindalegum aðferðum beitt. Við höfðum bara að því við höldum orðið vör við sömu áhrif við neyslu matvæla sem inni halda Xylitol. Xylitol = aftansöngur. En þetta gæti alveg verið tóm vitleysa.

Matti - 06/08/09 17:12 #

Bíddu við, eruð þið að segja mér að það séu kemísk efni í Ópal? :-O

(djók)

Ragnar - 06/08/09 18:11 #

Náttúruleg kemísk efni. :)

Matti - 06/08/09 18:36 #

Hah, þú platar mig ekki. Náttúruleg efni geta ekki heitið Xylitol - það er svo oddhvasst. Náttúruleg efni heita mjúkum, náttúrulegum og vinalegum nöfnum.

Gunnar J Briem - 06/08/09 19:05 #

Mér finnst það bara flott hjá þér að að þróa þína eigin detox meðferð. Það vantar fleiri slíka valkosti.

Geiri - 06/08/09 19:30 #

Svo segja þeir að opal bæti andrúmsloftið! :-)

Arnold - 06/08/09 20:52 #

Mæli með Topas frekar en Opal. Tópas gefur þéttann meðalfylltan ylm, með ferskri sýru, mintu, lakkrís og mold. Jafnvel þéttur skógarberjatónn ef pakkin hefur fengið að bakast á mælaborðinu á sólríkum degi.

Matti - 06/08/09 20:53 #

lol, þú hljómar eins og víngúru :-)

Arnold - 06/08/09 21:03 #

Nei ég er bara að benda á að vindgangur getur verið ljúfur. Þetta er í einu skiptin sem fjölskyldan stekkur ekki til og halar niður rúður á bílnum heldur situr kyrr til þess að njóta. Þ.e. ef vindgangurinn er af völdum Tópas.

eiríkur jónsson - 06/08/09 22:52 #

Athyglisvert...hélt að þetta væri intelligent blogg.

Matti - 06/08/09 22:59 #

lol, ég veit ekki hvað ég get sagt við þessu :-)

Kalli - 06/08/09 23:28 #

Ef ég og Arnold hefðum samhæfðar græjur myndi ég vilja giftast honum eftir þetta.

Og ég er ekki að tala um Hassann þinn, Arnold.

Lissy - 07/08/09 11:17 #

In the company of Chaucer.