Örvitinn

Hýr og stolt

Fánaberar á GayprideMér finnst alltaf dálítið magnað að fara á Gaypride gönguna. Mætingin á gönguna og gleðin sem blasir við sýnir að langflestir íslendingar eru búnir að steingleyma að það geti verið eitthvað tabú varðandi kynhneigð.

Ég þekki reyndar fólk sem fer ekki og finnst óviðeigandi að aðrir mæti á svæðið með börnin sín. Þetta fólk er að sjálfsögðu ákaflega kristið. Til að halda í kjánalega fordóma þarf eitthvað eins og trúarbrögð.

Við komum okkur fyrir frekar ofarlega á Laugavegi og mér fannst ekkert sérstaklega fjölmennt rétt fyrir göngu, gerði ráð fyrir að veðurspá hefði eitthvað með það að segja. Þegar við löbbuðum á eftir göngunni fór hópurinn að þéttast töluvert þannig að við ákváðum að rölta fram úr göngunni og færðum okkur á Grettisgötu. Þegar við komum niður á Lækjargötu var troðfullt á Arnarhóli og meirihluti göngunnar enn á leiðinni. Ég get ekki annað en brosað þegar ég ber þetta saman við bænagöngurnar.

Eldi spúið á GayprideGangan var nokkuð góð. Páll Óskar tók ekki þátt í ár og skyldi eftir sig stórt gat, Haffi Haff gerði ekki neitt, virtist í annarlegu ástandi. Annars eru atriðin afar fjölbreytt, á sumum pallbílum var dúndrandi stemming meðan aðrir hópar voru kannski aðeins feimnari. Ég skil það fólk vel. Eldspúandi göngumenn voru skemmtileg tilbreyting og svo bara bara gaman að taka myndir af þeim. Jóhönnurnar voru afskaplega skemmtilegar.

Þegar lagið Ég er eins og ég er var spilað fór ég að um hugsa almannatengsl. Það er nefnilega alveg ljóst að samkynhneigðir eru gjörsamlega búnir að rústa umræðunni. Einar Karl Haraldsson ætti að fara að dunda sér við að mála með vatnslitum. Fyrir fimmtán árum gengu fáeinir samkynhneigðir niður í bæ með kröfuspjöld, nú er þetta þjóðhátíð. Ég fórnaði meira að segja Liverpool leik til að mæta á gönguna! Þessum árangri náðu samkynhneigðir ekki með því að halda kjafti og vera sæt heldur með því að láta í sér heyra, vert stolt og opinská.

Regnbogamessa!

Eitt pirrar mig dálítið. Mér leiðist þegar verið er að steggja fólk á gaypride. Þetta er óskaplega þreytt. Annað pirrar mig enn meira. Ég heyrði í hádegisfréttum Ríkisútvarps að Hinsegin dögum lýkur með regnbogamessu í Háteigskirkju. Talandi um að kyssa vöndinn og hvílíkt virðingarleysi við samkynhneigða sem ekki aðhyllast trúarbrögð. Svona hátíð á að sjálfsögðu að ljúka með veraldlegum atburði, ekki trúarsamkomu. Messan getur alveg farið fram en mér finnst óviðeigandi að hún sé hluti af skipulagðri dagskrá. Þetta er álíka illa grundað og þegar dagskrá á sumardaginn fyrsta hefst með guðsþjónustu. Setjum þetta í samhengi. Hefði einhverjum dott í hug að láta dagskrá hinsegin daga enda með dagskrá eingöngu fyrir leðurhomma?

Við hittum foreldra mína, systur, Ásmund, Hörpu og Jakobínu við Arnarhól. Kíktum á kaffihús við Austurvöll og fengum okkur öl á English pub, mojito á Thorvaldsen og enduðum á Písa með foreldrum mínum og Jakobínu. Settumst aðeins inn á Ölstofuna með Jakobínu og fórum heim á miðnætti.

Ég tók eitthvað af myndum. Ákvað að vinna myndirnar lítið, stillti myndavélina á vivid til að fá ýkta liti beint úr vél og tók bara jpeg í þetta skipti.

gaypride

dagbók
Athugasemdir

Eygló - 09/08/09 14:43 #

Gaman að sjá myndir :) Við beiluðum á þessu þetta árið, nenntum ekki að troðast með kerru í mannmergðinni.

Guðmundur B - 09/08/09 15:57 #

Umburðarlyndið er alveg að drepa ykkur trúleysingjana. Held að það sé bara til þess að auka fjölbreytnina á hátíðinni að bjóða upp á messu. Þeir sem ekki trúa geta þá bara sleppt því að mæta, það þarf ekki að vera neitt flókið og særandi.

Daníel - 09/08/09 16:19 #

Guðmundur, eins og talað út úr mínu hjarta, þeir mæta sem vilja, hinir hljóta að bera virðingu fyrir því að aðrir trúi, alveg eins og það á að bera virðingu fyrir því að fólk trúi ekki.

Matti - 09/08/09 16:48 #

"Þeir sem ekki trúa geta þá bara sleppt því að mæta, það þarf ekki að vera neitt flókið og særandi."

Finnst ykkur virkilega ekkert athugavert við það á hinsegin dögum? Við erum að tala um að svona er verið að slútta hátíðinni.

Daníel, ég var búinn að segja þér að vera úti.

Óli Gneisti - 09/08/09 18:05 #

"Þeir sem ekki trúa geta þá bara sleppt því að mæta, það þarf ekki að vera neitt flókið og særandi."

Humm, þetta er ótrúlega afhjúpandi. Hve oft ætli samkynhneigðum hafi verið sagt að sleppa því að mæta? Hátíð fjölbreytileikans lokað með útilokun.

Matti - 09/08/09 18:06 #

Óli bendir vel á fáránleikann.

Svo ég haldið áfram nú þegar ég er kominn heim.

Þetta með umburðarlyndið er alltaf jafn skemmtilegt því hér er öllu snúið á haus. Ég kvarta undan því að hér sé ekki verið að sýna trúleysingjum umburðarlyndi og svarið er þá að mig skorti umburðarlyndi. Er ég að bannan nokkrum að trúa? Nei. Er ég að leggja til að haldin verði samkoma þar sem trúaðir eru ekki velkomnir? Nei. Er ég á einhvern hátt að leggja til að fólki verið mismunað? Svari er enn og aftur nei.

Ég er að benda á að það getur varla talist við hæfi að enda hátið eins og þessa á trúarathöfn.

Sök sé þó trúarathöfnin væri einn af fjölmnörgum dagskrárliðum hinsegin daga, ég gæti svosem lítið sagt við því annað en að ég skil ekki samkynhneigða sem kyssa vöndinn.

En það er allt annað mál að þetta sé lokaatriði hátíðarinnar.

Ef þið gætuð komið með málefnlega gagnrýni á þessa skoðun mína yrði ég ósköp glaður en svo ég segi eins og er, þá á ég ekki von á öðru en svona fáránlega klysjukenndu væli um skort á umburðarlyndi. Þetta er nákvæmlega það sama og sagt var þegar kvartað var undan leikskóla trúboði eða Vinaleið. Saka minnihlutann um skort á umburðarlyndi. Svarið við slíku getur ekki verið annað en: hoppið upp í rassgatið á ykkur.

Sirrý - 10/08/09 00:21 #

Meira að segja ég er sammála þér um að mér finnist þetta óviðeigandi. Ég meina það er ekki en verið að deila um ( sorry hef ekki fylgst með fréttum en ætla samt að láta þetta út úr mér) hvort megi gifta Homma og lesbíur í kirkjum því það aðhyllist ekki kristni að sambönd séu saman sett úr öðru en konu og manni ??

Matti - 10/08/09 10:14 #

Vitið þið hvað ég þoli ekki við gaura eins og Daníel og Guðmund Björn. Þeir koma með svona athugasemdir eins og hér fyrir ofan en svara aldrei fyrir sig. Standa aldrei við stóru orðin.