Örvitinn

Barnleysið er notalegt

Það verður að segjast eins og er, barnlaust líf er óskaplega rólegt. Á ég að þora að segja að það sé meira að segja afskaplega notalegt? Manni finnst næstum eins og maður sé í vikufríi í útlöndum, nema við erum heima og í vinnunni allan daginn :-)

Höfum eldað heima eitt kvöld, grilluðum kjúklingabringur á sunnudagskvöld. Annars höfum við farið út eða tekið mat með okkur heim. Í kvöld borðuðum við Spínatlasagna á Grænum kosti. Það var afskaplega gott.

Það er nóg að gera hjá Gyðu þessa dagana. Hún vinnur fram eftir alla daga og ég hef því ílengst í vinnunni líka. Stúdera internetið og þessháttar. Höfum verið á einum bíl og farið saman á morgnana. Ég þarf því að vakna fyrir allar aldir - eða a.m.k. nokkuð fyrr en undanfarið, er rifinn á fætur klukkan hálf átta.

Stelpurnar koma heim á föstudag. Það verður örugglega notalegt líka.

fjölskyldan