Örvitinn

Kristilegt umburðarlyndi

Að mínu mati er meint umburðarlyndi trúmanna nær alltaf hræsni. Umburðarlyndi í þeirra huga þýðir einfaldlega að aðrir eiga ekki að gagnrýna eða setja út á trú. Umburðarlyndiskrafan setur þessum sömu trúmönnum engar skorður. Þeir eru duglegir við að saka gagnrýnendur um skort á umburðarlyndi en gleyma alltaf fjárans Biblíunni.

1Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. 2Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. 3Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? 4Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu. 5Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns. (Matt 7)

Ekki batnar málið þegar trúmenn saka aðra um skort á víðsýni. Eins og það sé víðsýni fólgin í því að tileinka sér ein tiltekin trúarbrögð, telja þau hafin yfir allan vafa og útiloka allar aðrar skýringar.

Æi, þetta er tæpast dylgjublogg ef ég set inn vísun. Já, ég er orðinn dálítið þreyttur á því að séra Þórhallur Heimisson saki mig um skort á umburðarlyndi eða fordóma.

dylgjublogg
Athugasemdir

Þórhallur Helgason (ATH! ekki Heimisson) - 12/08/09 10:55 #

Vá, er gaurinn í alvöru svo vitlaus að hann fattar ekki tvískinnunginn í sjálfum sér? Umburðarlyndi virkar greinilega ekki í báðar áttir hjá krysslingum...

Matti - 12/08/09 11:06 #

Takk fyrir að merkja þig vel :-)

Nei, þetta er meðvitað hjá honum. Séra Þórhallur er að reyna að mála þá mynd af trúleysingum að þeir séu fordómafullir og skorti umburðarlyndi. Þetta snýst ekkert um hvað er satt og rétt (frekar en annað hjá prestum) heldur er þetta liður í áróðursstríði.

Um daginn horfði ég á kappræður þar sem Sam Harris nefndi að trúmenn hafa þrjár leiðir til að verja trú.

  1. Trú er sönn. Þ.e.a.s. Gvuð er til, Jesús var sonur hans eða Múhameð spámaður hans.

  2. Trú er gagnleg. Fólki líður betur ef það trúir. Ef það hefði ekki trú væri það siðlaust og myndi drepa börnin sín.

  3. Árásir á trúleysi. Trúleysingjar eru fordómafullir og skortir umburðarlyndi.

Séra Þórhallur er fastur í þriðja lið. Hann hefur gefist upp á hinum enda duga þeir ekkert í dag.

Kristinn - 12/08/09 11:07 #

Ég henti inn kommenti hjá honum, sjáum hvort það verði birt. Það er á þessa leið:

Mig langar að koma með eina skilgreiningu til skoðunar fyrir ykkur, Þórhall og viðmælendur.

Það er að mínu mati ekki rétt að tala um guðleysi og guðstrú sem andstæður ef menn ætla þá að gefa sér t.d. kristni sem guðstrú og kommúnisma sem guðleysi.

Guðleysi orsakar ekkert sjálfu sér, felur bara í sér skort trú á guði. Hvað viðkomandi aðyllist í siðferði og pólitík er því algjörlega óháð.

Guðstrú að sama skapi getur verið alveg holt hugtak, eins og það er fyrir ansi mörgum Íslendingum. Það þýðir það eitt að fólk gefi sér skapara, en ætlar sér litla þekkingu á honum að öðru leyti. Sú afstaða er því líka alveg óháð siðferði viðkomandi og pólitík.

Gauðlausi kommúnistinn og kristni maðurinn eru hinsvegar búnir að taka upp afstöðu til veraldlegra hluta, hvort sem það hefur með guðleysi þeirra eða trú að gera. Nú hafa t.d. eflaust þrátt fyrir allt verið gríðarmargir trúaðir á guði í herjum Maos, Stalins, Pol Pots, þó stefna landanna hafi verið guðleysi. Og að sama skapi finnast guðlausir innan allra raða, hvað sem stimpillinn kann að segja.

Þannig er Þórhallur í raun að bera saman trúarbrögð og stjórnsýslkerfi, en ekki guðleysi eða guðstrú.

Hvað hefur kristni drepið marga, hvað hefur kommúnismi drepið marga, hvað hefur íslam drepið marga, hvað hefur maóismi drepið marga? Þetta eru spurningarnar, ekki guðleysi eða guðstrú.

Allir sem komnir eru til vits og ára, hvort sem þeir eru trúaðir eða vantrúaðir taka einhverja afstöðu til þess hvernig stjórnsýsla, siðferðishugmyndir og kerfi athafna fyrir mannlega lífsáfanga er notað. Það kallar Þórhallur trú, hvort sem menn t.d. aðhyllast sósial-demókratíska stjórn, eru húmanistar í hugsun og aðhyllast borgaralegar athafnir, eða eru kapítalistar, aðhyllast kristið siðgæði og velja kirkjuna sem umgjörð lífs síns.

En menn gera hlutina í nafni hugmynda eins og kristni eða kommúnisma, ekki í nafni guðleysis eða í nafni guðstrúar.

Þannig þykir mér Þórhallur ónákvæmur í greiningu sinni, og svör Matta í raun af sama meiði, byggja á sama misskilningi, þrátt fyrir að þeir séu eins ósammála og hugsast getur.

Að gefa sér kommúnisma sem afleiðingu af guðleysi er absúrd, rétt eins og að gefa sér rannsóknarréttinn sem afleiðingu af guðstrú er absúrd.

Vandinn felst í gölluðum trúarbrögðum og gölluðum stjórnsýslukerfum.

mbk,

Matti - 12/08/09 11:09 #

Þannig þykir mér Þórhallur ónákvæmur í greiningu sinni, og svör Matta í raun af sama meiði, byggja á sama misskilningi, þrátt fyrir að þeir séu eins ósammála og hugsast getur.

Já en hvað sagði ég? :-)

Kristinn - 12/08/09 11:12 #

Þú ert auðvitað í raun að segja það sama, ég er bara að hæla sjálfum mér ;-)

Hjalti Rúnar Ómarsson - 12/08/09 12:09 #

Þetta er ótrúlegt

En [kommúnistar og nasistar] voru guðlausir, þeir höfnuðu Guði þó nasistar hafi útbúið sér sína eigin útfgáfu af einhverskonar guði nasismans.

Nastistar trúðu á guð, en samt voru þeir guðlausir! Ætli Þórhallur noti bara orðið "guðlaus" í merkingunni "vondur"?

Matti - 12/08/09 14:00 #

Mistökin sem þú gerir er að gera ráð fyrir að séra Þórhallur hugsi rökrétt. Það gerir hann ekki.

Eyja - 13/08/09 09:56 #

Er þetta "No true Scotsman"-tilfelli, þetta með nasistana?

Matti - 13/08/09 11:43 #

Það hefði ég haldið.