Örvitinn

Lúbarinn af leigjanda

Þegar ég kom í vinnuna eftir hádegisboltann mætti ég vinnufélaga mínum, sem var illa lemstraður í framan, á spjalli við tvo lögreglumenn. Þegar hann mætti til vinnu skömmu áður biðu tveir menn eftir honum , annar þeirra fyrrum leigjandi hans sem skuldar enn leigu, hinn eitthvað sterabúnt. Leigjandinn fyrrverandi var víst ekki sáttur við að þurfa að borga og vildi gera málið upp með hnefanum svo þeir börðu hann báðir. Ég fatta ekki alveg lógíkina því nú þarf hann væntanlega að borga bæði leigu og eitthvað ofan á það.

Kannski var markmiðið að hræða manninn svo hann þori ekki að innheimta skuldina. Ég er nokkuð viss um að það virkar ekki. Vona það að minnsta kosti.

dagbók