Örvitinn

Séra Þórhallur skilgreinir trú

Séra Þórhallur Heimisson reynir að fræða okkur um hvað hugtakið "trú" merkir. Það gengur vægast sagt illa.

En hvað er eiginlega „trú“?

Trú er þýðing á enska orðinu „faith“ sem aftur er komuð af latneska orðinu „fides“ sem merkir trúnaður, trúnaðartraust, trúfesti, sannfæring, eitthvað sem einstaklingurinn treystir á eða eiginleiki sem einstaklingurinn hefur.

Ég skrifaði athugasemdir sem bíða birtingar. Þar benti ég á að þetta væri rangt. Trú er ekki bara þýðing á enska orðinu faith, heldur einnig ensku orðunum belief og religion. Spurningin er náttúrulega af hverju séra Þórhallur telur það gagnlegt að skilgreina trú út frá enska orðinu, dugar íslenskan ekki?

Þegar trúmenn eins og Þórhallur reyna að þynna hugtakið trú út og láta það ná yfir allar skoðanir gera þeir það um leið marklaust. Tökum dæmi frá Þórhalli:

Dæmi „Ég hef trú á því að Ísland nái sér upp úr efnahagslægðinni“.

Segjum að prestur sé að ræða við aðstandendur við undirbúning jarðafarar. Hann spyr þau um hinn látna: "Var hann trúaður?" Aðstandendur svara: "Já, hann hafði trú á því að Ísland muni ná sér upp úr efnahagslægðinni".

Gengur þetta upp? Samkvæmt Þórhalli, algjörlega. Mér finnst þetta bölvað bull og misnotkun á tungumálinu. Ef við höldum okkur við enskuna fyrir séra Þórhall, þá hefði enskumælandi prestur spurt hvort hinn látni hefði verið religious.

kristni vísanir
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 13/08/09 16:28 #

Ótrúlegt hvað þessum manni gengur illa að skilja að íslenska orðið trú er notað í fleiri en einni merkingu. Og merkingarnar eru óháðar hver annarri.

Þegar hugtakið er notað í veraldlegri merkingu (sbr. efnahagslægðina) er ómögulegt að ætla að heimfæra þá notkun upp á hina trúarlegu merkingu þess. Í veraldlegu merkingunni þýðir það einfaldlega sannfæring, gersamlega burtséð frá trúarlegu innihaldi. Sjáið til dæmis hvernig ég nota orðið trúarlegur hér og allir vita hvað ég er að fara. Hugtökin trúarlegur, trúarjátning, trúarsaga, trúfesti, trúmál, trúararfur, öll vísa þau í hina trúarlegu merkingu orðsins, tiltrú á yfirnáttúrlegar verur og atburði.

Hugtakið vantrú, eins og við notum það til að nefna ákveðið vefrit, vísar til þessarar merkingar orðins trú. En það er líka til veraldleg vantrú, t.d. vantrú á að Ísland nái sér upp úr efnahagslægðinni.

Ef það sem Þórhallur gerir er gert, eru skyndilega allir orðnir trúaðir og engin leið að nota orðið lengur til að skilja á milli þeirra sem aðhyllast yfirnáttúru og svo hinna. Þessu þarf hann að koma inn í sinn forheimskaða haus.

Svo er alveg glórulaust að halda því fram að íslenska orðið trú sé þýðing á einhverju ensku orði! Er þá íslenskt tungumál bara þýðing upp úr ensku?

En annars var ég fyrir löngu búinn að benda á lausn þessa hugtakavanda.

Matti - 13/08/09 17:17 #

Akkúrat.

Birgir Baldursson - 13/08/09 18:53 #

Ætli ástæðan fyrir því að Þórhallur kemur með svona illa ígrundaðar útlistanir sé ekki sú að prestar hafa vanist því gegnum aldirnar að geta búllsjittað eins og þeim sýnist og allir hafa kokgleypt það.

Þeir njóta virðingar.

Nú á allra síðustu árum hafa komið fram mótmælaraddir, en almenningsálitið er enn á bandi prestanna og því auðvelt fyrir þá að afgreiða andstöðuna sem fordómaraus.

Þeir eru enn álitnir göfug góðmenni.

En almenningsálitið getur breyst hratt. Og ef það gerist, hvað stendur þá eftir af virðuleik klárksins með skrýtnu gleraugun? Ætli hann hafi hugleitt það?

Óli Gneisti - 13/08/09 19:38 #

Það þyrfti heila viku af greinum til að afgreiða ruglið sem hefur komið frá honum á örfáum dögum. Ekki það að nokkur lesi hann, það er bara gaman að benda á vitleysuna í honum.

Matti - 13/08/09 20:22 #

Séra Þórhallur skrifar: Vandinn er við þessa umræðu að Matthías reynir sem fyrr að koma sér hjá aðalatriði málsins

Hvað get ég sagt? :-)

Birgir Baldursson - 13/08/09 21:54 #

Það skemmtilega í þessu öllu er að Þórhallur er að rembast við að gera trúleysi að trú, að enginn geti verið trúlaus, því allir hafi trú á einhverju, t.d. að Ísland nái sér upp úr efnahagslægðinni.

En málið er bara það að jafnvel þótt við notuðumst við slíkar skilgreiningar á trúarhugtakinu myndi ég samt sem áður ekki falla í flokk trúmanna. Ég geri mér nefnilega far um að trúa engu án raka. Ég færi til dæmis aldrei að trúa því stíft og stöðugt að Ísland næði sér upp úr efnahagskreppunni bráðlega, nema meta í því samhengi þau gögn sem fyrir liggja um málið.

Ég trúi ekki. Ég tel, ég met, ég álykta og allt þetta geri ég út frá einhverju haldbæru.

Trúleysingi fram í rauðan dauðann.

Kristinn - 14/08/09 07:55 #

Ég hef rekið mig á það að oft á tíðum kemur þessi vitleysa til af ósköp sakleysislegum ástæðum.

Málið er að fyrir trúfólki er það trú þess á guð sem gefur því innblástur til góðra verka og náungakærleiks - eftir þeirra eigin meiningu.

Það setur fram jöfnuna trú=góðmennska

Síðan hittir það trúlaust fólk sem er öldungis ágætt að umgangast og hefur tilhneigingu til að huga að náunganum og þá hugsar það "hann, er trúaður á eitthvað fyrst hann er svona fínn gaur."

Þannig verður það fyrir þeim sjálfgefin staðreynd að sé maður ekki siðlaus skeppna, er maður trúaður.

Við getum síðan alveg viðurkennt að hvöt okkar trúleysingja til að vera almennilegt fólk er ekki 100% rational meðvituð hugsun, heldur það í bland lærða hegðun og einhverja skyldurækni.

Þá skyldurækni kalla þeir trú, eins léleg notkun á orðinu trú og það nú er.

Ég ætla nú ekkert að fullyrða um hann Þórhall í þessu samhengi, en meira að segja móðir mín vill fá að segja að ég trúi á eitthvað - dæs

Ef trúfólk fengist til að sætta sig við "trú á yfirnáttúru" sem skilgreininguna, gætum við öll lifað í sátt og samlyndi ;)

Matti - 14/08/09 09:44 #

Málið er að fyrir trúfólki er það trú þess á guð sem gefur því innblástur til góðra verka og náungakærleiks - eftir þeirra eigin meiningu.

Það setur fram jöfnuna trú=góðmennska

Veistu, það er umræða um nákvæmlega þetta í gangi á prívatspjalli meðlima Vantrúar ;-)

Helgi Briem - 14/08/09 09:59 #

Mér segir svo hugur að sr. Þórhallur sé algerlega trúlaus sjalfur.

Það sem hann vill kalla "trú" er svona "trú á hið góða í manninum", "trú á kærleik og samhjálp", "trú á að allt reddist að lokum", jadajadajada.

Hann má ekki segja það upphátt að hann trúi ekki heldur á allt þetta yfirnáttúrulega kjaftæði sem kirkjan (í orði kveðnu) heldur fram og reynir því að sannfæra sjálfan sig og okkur um að þessi "bjartsýnistrú" sé trú líka.

Með þessum orðaleikjum friðar hann samvisku sína gagnvart því að vera í þessu hálaunastarfi á fölskum forsendum.

Matti - 14/08/09 10:14 #

Þórhallur skrifar um trú sína (og feitletrar sjálfur):

Ég er til dæmis kristinn maður. Ég trúi því að Jesús Kristur sé frelsari minn. Þá trú byggi ég á rannsókn minni á kristnum átrúnaði og öðrum trúarbrögðum og kenningakerfum og reynslu kynslóðanna.

En umfram allt byggi ég þá trú á persónulegri reynslu minni af nærveru Jesú Krists í lífi mínu.

Ég trúi af því að ég hef fundið návist Jesú Krists í lífi mínu og annarra.

Þá reynslu get ég ekki sannað fyrir öðrum. Ekki frekar en ást mína á börnum mínum. En ekkert getur haggað þessari reynslu minni og trú minni á hana.

Lokasetningin er lykilatriði. "Ekkert getur haggað þessari reynslu". Ekkert!

Matti - 14/08/09 10:24 #

Ekki frekar en ást mína á börnum mínum.

Við þetta vil ég bæta að sá sem ekki getur sannað ást sína á börnum sínum elskar sennilega ekki börnin sín. Hér á ég ekki við að fólk þurfi að sanna það með rökfræði heldur einungis að sýna fram á það með fullnægjandi hætti með framkomu sinni.

Helgi Briem - 14/08/09 10:33 #

Já Matti, ég held að það sé rétt, að allir sæmilegir foreldrar "sanni" ást sína á börnum sínum með framkomu sinni og gjörðum dag eftir dag eftir dag.

Börn koma ekki alltaf vel fram við foreldra sína eða sýna þeim þakklæti, viðurkenningu eða endurgjald fyrir veitta þjónustu, blíðu, huggun eða veraldleg gæði en langflestir foreldrar halda áfram að veita þessa hluti.

Það er ást ef eitthvað er ást.

Matti - 14/08/09 10:33 #

Svo vona ég, hans vegna, að Þórhallur hafi dálítið miklu betri reynslu af návist við börn sín í lífi sínu heldur en návist Jesú Krists.

Birgir Baldursson - 14/08/09 12:10 #

Þórhallur mætti velta því fyrir sér í alvöru hvort hann gæti hugsanlega átt í höggi við afbrigðilega starfsemi í gagnaugablöðum, eða Schizotypal personality disorder.

Það er óskaplega grunnhyggið að ætla að öll reynsla manns, sér í lagi yfirnáttúrleg, sé sönn og óvéfengjanleg.

Birgir Baldursson - 14/08/09 12:13 #

Að maður tali nú ekki um þegar til eru læknisfræðilegar skýringar á hliðstæðri reynslu.

Matti - 14/08/09 13:44 #

Kannski er forvitnilegt að nota hutakið ímyndun í stað trúar.

Séra Þórhallur ímyndar sér að Gvuð sé til.

Hannes - 15/08/09 14:19 #

Já okkur vantar orð yfir Religious, eða kannski ekki, þar sem það lýsir kannski trúarhita íslendainga í gegnum aldinar hvað það hefur ekki fengið sitt "eigið" orð í málinu?

Kristin trúaður, fylgjandi Múahamed eða Gyðingur. Þetta er svona nálægt þeim skilgreiningum sem ég nota, svo talar fólk oft um að vera Spiritual, en það er ekkert gott íslenskt orð yfir það, alla vegana sem ég mann ekki eftir í augnablikinu.

Annars trúi ég ekki, eða er ekki Trúaður (með stóru T) þar sem ég hef séð trúabrögð nota þetta orð þannig að skella T í stað t. Annars er orðið Trúleysingi heldur ekki gott, þar sem það er ekki alveg rétt þar sem ég sem dæmi trúi því að við munnum ná okkur upp úr lægðini og ég trúi því að næsta Star Trek mynd verði góð :P

Skeptic er gott enskt orð og orðið Vantrúaður er notaður fyrir það, en að vera Skepcti þarf ekki að vera Trúlaus á einhver Gvöð, heldur kannski Vantrúaður á það að Íslenska landsliðið í Fótbolta (kk) komist í HM.

Eins að vera Navie er Auðtrúa á íslensku, ég þekki "Trúleysingja" sem eru auðtrúa, þannig að þetta gengur ekki heldur upp, nei orðið Trú er langt frá því að vera fast við trúabrögð, okkur vantar gott íslenskt nýyrði fyrir Religious og Spiritual.

Bjarki - 15/08/09 17:06 #

"Trú er þýðing á enska orðinu „faith“ sem aftur er komuð af latneska orðinu „fides“..."

Ég segi það ekki oft en þetta á skilið stórt og feitt LOL. Hvað ætli íslenskumenn landsins hafi að segja um þá uppljóstrun prestsins að orðaforði íslenskunnar sé "þýðing" úr ensku?