Örvitinn

Tölvupóstar þingmanna

Eruð þið ekki að djóka? Ef fólk ræður ekki við að senda tölvupóst á réttan aðila á það lítið erindi á þing. Fyrir utan skítlegt eðli og allt það.

Eru stjórnmál virkilega svona mannskemmandi eða voru þetta allt saman fífl fyrir?

pólitík
Athugasemdir

Arngrímur - 14/08/09 11:03 #

Fær mann til að velta fyrir sér hversu margir þingmenn kunna að plotta gegnum tölvupóst og komast upp með það.

Þetta virðist vera landlægt þarna. Varla getur fólki liðið vel á svona vinnustað?

Magnús - 14/08/09 13:02 #

Svo er sláandi hversu margir eru ófærir um að beygja mannanöfn.

Tryggvi R. Jónsson - 14/08/09 13:33 #

Það eru s.s. ekki gerðar neinar hæfniskröfur til þeirra, þetta með æruna er nú meira til skrauts en nokkuð annað (og hefur lítið með notkun tölvupósts að gera).

Örn - 14/08/09 19:47 #

Úff, ég þurfti einu sinni að tala við kúnna, hálfgrátandi konu, sem vildi vita hvort ég gæti náð tölvupósti tilbaka. Hún hefði sent póst með alls konar viðkvæmum tölum um fjárhag fyrirtækisins til fullt af viðskiptavinum. "Reply to all with history"-takkinn er stórhættulegt fyrirbæri fyrir marga. Ég vil helst ekki hafa slíkt fólk á Alþingi, nei.

Óli Gneisti - 14/08/09 22:20 #

Ég setti inn undo valmöguleika í Gmailið mitt. Hann virkar í smá tíma eftir að ég hef sent póst.

Matti - 14/08/09 22:23 #

Alþingi ætti kannski að skoða að setja upp sérstakt tölvupóstforrit fyrir þingmenn. Slíkt forrit myndi t.d. aldrei senda póst fyrr en þingmaður væri búinn að staðfesta að pósturinn ætti vissulega að fara á þennan tiltekna hóp. Ef fjölmiðlafólk væri meðal viðtakenda þyrfti þingmaður að nota heimabankalykilinn sinn og slá inn kóða :-)

Guðmundur D. Haraldsson - 14/08/09 23:14 #

Uss, við skulum ekki gefa þeim hugmyndir...

Siggi Örn - 15/08/09 12:08 #

Sumt á maður einfaldlega ekki að skrifa í tölvupóst. Alveg sama hversu öruggur maður er um að skeytið komist á réttan stað.