Örvitinn

Ísland 5 - 0 Serbía

Margrét Lára skorar úr aukaspyrnuVið fórum semsagt á völlinn í dag og sáum Ísland bursta Serbíu 5-0. Leikurinn var aldrei spennandi, yfirburði íslensku stelpnanna voru það miklir. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir að Margrét Lára skoraði fínt mark beint úr aukaspyrnu. Hún bætti svo þremur mörkum við í seinni hálfleik og fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði eitt.

Ég tók nokkrar myndir úr stúkunni. Náði öllum mörkum en missti þó eiginlega af marki Katrínar.

Seinni hálfleikur var hálfgerð sýning, Serbar komust varla yfir miðju og gerðu fátt annað en að elta íslensku stelpurnar og brjóta á þeim. Voru ansi duglegar við peysutogið eins og sést þegar Margrét Lára skoraði annað markið.

Íslenska liðið spilar fínan bolta og sýndu góða takta í dag. Vissulega voru mótherjar slakir en vonandi eflir þetta sjálfstraust liðsins fyrir EM.

Kolla og Inga María skemmtu sér vel á vellinum.

boltinn