Örvitinn

Óþol

Ég játa það hér og nú. Ég þoli ekki lið eins og Dodda. Ekki það að hann stuði mig eins og hann telur sér trú um. Ég er pirraður útaf leik dagsins en mér leiðist einfaldlega að reyna að eiga við svona fábjána. Þykjast ekki skilja. Spyrja spurninga en hafa engan áhuga á svörunum.

kvabb
Athugasemdir

Doddi - 16/08/09 18:45 #

Utaf hann er ekki sammala ther.... haha thu ert med svo thykkan skrap...

Matti - 16/08/09 18:48 #

Talarðu um sjálfan þig í þriðju persónu? Þú ert klikkaðri en ég hélt.

Nei, ekki vegna þess að þú ert ekki sammála mér. Ég hef iðulega gaman að fólki sem er á annarri skoðun en ég.

Ég held að málið sé að þú ert leiðindagaur.

Doddi - 16/08/09 18:49 #

Geturdu rokstutt thad med einhverjum odrum ordum en eg se fifl, faviti eda leidindagaur, eda er thad einu rokin thin herra gafumenni?

Matti - 16/08/09 18:54 #

Ég er búinn að rökstyðja það en ég skal bæta við.

Þessi minnimáttarkennd þín sem brýst út í að kalla mig gáfumenni er ansi leiðinleg. Sjálfur tel ég mig ekki gáfumenni og hef aldrei haldið slíku fram.

Ástæðan fyrir því að þú ert leiðindagaur er að þú kemur hér á síðuna mína með stæla. Fullyrðir að ég sé "bitur" og þurfi að "hugsa minn gang".

Þegar ég svara svo spurningum þínum hefur þú ekki nokkurn áhuga á svörunum. Spurningarnar voru því tilgangslausar, þú hefur engan áhuga á að vita af hverju ég skrifa um trúmál eða af hverju ég bloggaði um þetta tiltekna mál. Spurningin hlýtur því að vera: Hvað í andskotanum viltu annað en að vera með leiðindi í skjóli nafnleysis?

Ég mana þig til að skrifa athugasemdir undir fullu nafni.

Grímur Tómasson - 17/08/09 09:21 #

Athugasemdir Dodda minna mig helst á Dr. Sbaitso. Málfar Sbaitso var þó áberandi háþróaðra og hann var mun vinsamlegri. Er ástæða til að svara fólki sem ekki kemur fram undir fullu nafni Matti?

Matti - 17/08/09 09:52 #

Nafnleysið truflar mig ekki svo lengi sem fólk er sammála mér (djók).

Matti - 17/08/09 11:05 #

Ég bætti við smáu letri í athugasemd.

(Uppfært: Ég hef fengið ábendingu um að fólki gæti fundist ég hafa brugðist of illa við þessu innleggi Dodda, hafi verið of fljótur upp. Málið er að ég veit hvernig fólk eins og Doddi haga sér á svona síðum. Það er tilgangslaust fyrir mig að reyna að rökræða við hann eins og sést á seinni athugasemdum. Hann hefur engan áhuga á því sem ég hef að segja. Vill bara koma því á framfæri að ég sé "bitur". Mér leiðist svona fólk óskaplega og nenni ekki að tala við það. Það má eflaust segja að ég verði bitur af því að fást við svona lið. Trúið mér, ég hef gert nóg af því að reyna.)