Örvitinn

Brad Pitt og pólitíkin

Í smá frétt um fræga fólkið í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að fólk hefur verið að hvetja Brad Pitt til að fara út í pólitík.

Brad Pitt ætlar ekki í pólitík

Í fréttinni kemur fram að Brad Pitt ætlar ekki að láta slag standa þar sem stefnumál hans yrðu alltof umdeild. Svo er talið upp: þar á meðal afstaða hans til hjónabands samkynhneigðra og lögleiðingar maríjúana. Halda mætti að listinn yfir umdeild mál hefði verið mjög langur fyrst Fréttablaðið kýs að birta bara tvö atriði en það skondna er að málin eru bara þrjú.

Hið þriðja er afstaða hans til trúarbragða. Brad Pitt sagði að ef hann myndi bjóða sig fram væri það á forsendum engra trúarbragða ("no religion"). Brad Pitt er semsagt trúleysingi eins og konan hans.

Það merkilega er að af þessum þremur atriðum er trúleysið líklegast til að koma í veg fyrir frama hans í pólitík. Menn geta alveg stutt hjónabönd samkynhneigðra opinberlega, þeir geta sagt að þeir vilji lögleiða maríjúana en ef þeir koma úr skápnum sem trúleysingjar er borin von að þeir fái fylgi í Bandaríkjunum. Um þessi viðhorf Bandaríkjamanna er fjallað í vantrúargreininni Er trúleysi hættulegt?. Þar kemur fram að trúleysingjar "eru lægst metni þjóðfélagshópurinn þar í landi".

Hér er Brad Pitt í þætti Bill Maher þar sem þetta kemur meðal annar fram.

Var ekki pláss til að minnast á þriðja atriðið í Fréttablaðinu?

Djöfull er ég hrikalega bitur útaf þessu :-)

fjölmiðlar
Athugasemdir

Haukur Ísleifsson - 17/08/09 13:45 #

Verð að viðurkenna að álit mitt á manninum hækkaði soldið við þetta.

Tinna - 17/08/09 16:30 #

Það er spurning hvort frægðin yrði ekki bara nóg til að njútralæsa trúleysið í augum kjósenda...ég meina, þetta ER Brad Pitt! Hver vill ekki sjá President Brangelina eftir nokkur ár?

Mati - 17/08/09 16:32 #

Ég er sammála. Held hann vanmeti eigin vinsældir.

Óli Gneisti - 17/08/09 18:43 #

Þau hjónin eru náttúrulega æðisleg sem "poster atheists" af því að þau eru fræg fyrir að styðja ýmis góð málefni og allavega hefur Pitt nefnt guðleysið sem hvata til góðra verka.