Örvitinn

Klerkur ræðst á biskup

Græðgisvæðingin fólst í því að innræta þjóðinni að allt sé falt fyrir peninga og um allt gildi reglan um kaup kaups.

Meira að segja í kirkjunni þótti orðið fínt að tala á markaðsfræðilegum nótum en þeir voru taldir hálfgerðir sperrileggir og skýjaglópar sem vildu blanda einhverri guðfræði í málið.

Hitt og þetta var "sóknarfæri" fyrir kirkjuna. #

Karl Sigurbjörnsson biskup Úr bloggfærslu séra Svavars Alfreðs.

Hver ætli hafi eiginlega talað um "sóknarfæri"?

Jú, það var Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands og yfirmaður Svavars sem sagði að Vinaleiðin væri meðal annars eitt af sóknarfærum kirkjunnar. Leikskólatrúboði lýsti hann með svipuðum hætti.

Svo er eftirminnilegt þegar Karl stærði sig af fermingunum:

„Níu af hverjum tíu unglingum á fjórtánda aldursári eru í fermingarfræðslu kirkjunnar. Níu af hverjum tíu! Þetta mundi nú teljast afgerandi markaðshlutdeild.“

Séra Svavar gleymir að minnast á önnur tengsl ríkiskirkjunnar við græðgisvæðinguna. Þannig styrkir Samherji, einn stærsti kvótaeigandi landsins, barnastarfið í kirkjunni hans Svavars.

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 19/08/09 00:59 #

Ég hef aldrei tekið eftir því að hann sé mælskur.

Matti - 19/08/09 14:16 #

Ég held að allir geti verið sammála um að séra Svavar er málglaður atvinnumoðhaus.