Örvitinn

Barátta byggð á fáfræði

Baráttan gegn erfðabreyttu byggi byggir á fáfræði. Læt Lárus fá orðið, hann þekkir þessi mál.

Allt sem gagnrýnendur þessarar tækni hafa haft fram að færa má flokka í þrennt; misskilningur, blekkingar og/eða kjaftæði. Afhverju er verið að hlusta á þetta fólk sem ekkert vitrænt hefur haft fram að færa?

Meira hjá Lárusi hér.

umhverfið vísanir
Athugasemdir

Nonni - 20/08/09 20:13 #

Matti, þessi færsla er rökvilla.

Og authority-ið þitt, þ.e. nefndur Lárus,virðist aðallega bara vera í hundalógík. "Þetta er vont því ég segi það og ég er með gráðu nananana"

Ég er ósköp fáfróður um þessi vísindi, en ég hef þó myndað mér þá skoðun að það sé óafsakanlegt að hefja þessa ræktun hér í ljósi andstöðu Evrópubúa við erfðabreytingar. Ef það er erfitt að réttlæta hvalveiðar á svipuðum forsendum, hvað þá með erfðabreyttar lífverur á opnum svæðum?

Af hverju í fjandanum er alltaf verið að selja Ísland sem krakkhóruna sem er til í hvað sem er?

Mæli með því að fólk kíki á þessa grein, og kommentin sem fylgja. Hunsi ad hominemin frá báðum hliðum og fylgi þess í stað linkunum.

Lyfjabyggi sleppt í íslenska náttúru

Óli Gneisti - 20/08/09 20:20 #

Ég las þessa umræðu í gegn á sínum tíma og greinar frá vísindamönnum. Vitið var greinilega vísindanna megin.

Óli Gneisti - 20/08/09 20:22 #

Annars þá hefði Nonni gott að því að lesa rökvillugreinina í gegn en ekki bara fyrstu málsgreinina.

the fallacy only arises when it is claimed or implied that the authority is infallible in principle and can hence be exempted from criticism:

Nonni - 20/08/09 20:55 #

Óli: Ertu til í að benda mér á þessar greinar frá vísindamönnum sem þú last?

Ég skal alveg viðurkenna að þetta með rökvilluna var bara skítkast. Mér fannst þetta pínu fyndið á blogginu hans Matta. Afsakið.

Óli Gneisti - 20/08/09 21:14 #

Það er ágæt yfirferð hjá Arnari Pálssyni og hann vísar á greinar: http://apalsson.blog.is/blog/apalsson/?month=6;year=2009;offset=12 (linkurinn úreldist örugglega fljótt ef ég skil kerfið hjá þeim rétt)

Ragnar - 20/08/09 21:19 #

Óli er væntanlega að vísa í bréf nokkurra háskólaprófessora sem svöruðu þar illa rökstuddum málflutningi Kristínar Völu forseta verkfræði- og náttúruvísindasviðs: Opið bréf vegna opins bréfs fræðasviðsforseta við HÍ- Ólafur, Zophanías og Eiríkur Sigurður Guðmundsson - forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ

Annars fannst mér Kári Stefánsson útskýra þetta sérlega vel í viðtali á Rás 1 fyrir nokkru. Sjá hér

Ég er ekki líffræðingur, heldur efna-og lífefnafræðingur, en get tekið undir málflutning þeirra allra þar sem þetta rímar algerlega miðað við það sem ég þekki til um erfðavísindi. Mæli annars með umfjöllun Sense about Science um erfðabreytingar. Sense about Science- Making Sense of GM

Matti - 20/08/09 21:36 #

þessi færsla getur varla verið rökvilla þar sem í henni eru engin rök :-)

Ég hef einfaldlega tekið eftir því að öllum dómsdagsfullyrðingum þeirra sem hræðast erfðabreytt bygg hefur verið svarað ítarlega. Ég veit satt að segja ekki hvað stendur eftir af gagnrýni annað en skefjalaus hræðsla við erfðabreytingar.

Nonni - 20/08/09 22:04 #

Ég verð að játa að mínar skoðanir (sem voru fyrst mjög pro-GM, en eru nú frekar anti-GM) eru mjög litaðar af þeim áróðri sem ég hef lesið um Monsanto. Varðandi ORF þá hef ég satt að segja ekki glóru hvað er satt og logið í þessu öllu saman, en þetta lyktar samt allt saman af sömu fljótfærninni, græðgishyggjunni, hagsmunagæslunni og þögguninni og Kárahnjúkamálið.

Pro og anti eru mjög andstæðir pólar í þessu máli, og mikill hiti í deilunum, og mjög erfitt að sjá hvar vísindi hætta og hagsmunaárekstrar byrja. Ég myndi hinsvegar segja að það sem Óli gefur í skyn, að vísindamennirnir séu allir Pro-megin, sé kjaftæði.

En alveg óháð öllum vísindum, þá get ég ekki ímyndað mér annað en þetta gæti auðveldlega orðið enn ein fokkans vonda auglýsingin fyrir Ísland.

Matti - 20/08/09 22:08 #

nú frekar anti-GM) eru mjög litaðar af þeim áróðri sem ég hef lesið um Monsanto

Ég hef líka ansi mikla fordóma gagnvart því fyrirtæki, en þeir snúast nú fyrst og fremst um viðskiptahætti fyrirtækisins frekar en vörurnar.

Ég myndi hinsvegar segja að það sem Óli gefur í skyn, að vísindamennirnir séu allir Pro-megin, sé kjaftæði.

Yfirgnæfandi meirihluti vísindamanna með þekkingu á þessu sviði eru alveg örugglega pro-megin.

Ég myndi hinsvegar segja að það sem Óli gefur í skyn, að vísindamennirnir séu allir Pro-megin, sé kjaftæði.

Af hverju í ósköpunum?

Nonni - 20/08/09 22:23 #

Ég mæli með því að fólk lesi sérálit minnihluta umhverfisstofnunar í þessu máli. Sérstaklega tilvísunum í varúðarreglu.

Vil líka benda á að það virðist sem að allir þeir vísindamenn hér á landi sem hafi menntun til að tjá sig um málið, hafi hagsmuna að gæta, sökum tengsla HÍ og RALA við ORF.

Greinagerð UST

Ragnar - 20/08/09 22:37 #

Ertu ekki að grínast ? Má sem sagt hunsa öll álit prófessora HÍ sökum einhverra tengsla við ORF ?

Ragnar - 20/08/09 22:46 #

sökum einhverra tengsla við Orf.... átti þetta að vera.

Nonni - 20/08/09 22:55 #

Ég myndi hinsvegar segja að það sem Óli gefur í skyn, að vísindamennirnir séu allir Pro-megin, sé kjaftæði.

Yfirgnæfandi meirihluti vísindamanna með þekkingu á þessu sviði eru alveg örugglega pro-megin.

Ég myndi hinsvegar segja að það sem Óli gefur í skyn, að vísindamennirnir séu allir Pro-megin, sé kjaftæði.

Af hverju í ósköpunum?

T.d. vegna greina eins og þessarar.

Mér þætti gaman að vita af hverju þú virðist svona sannfærður um hið gagnstæða? Ég hef verið að lesa mér til á wikipediu, og ólíkt greininni um t.d. Global Warming, er ekki talað um neitt "scientific consensus".

Æj, ég veit ekki. Ég er eins og fólkið sem þið blammerið, treysti engum lengur, sérstaklega ekki ef peningar eru í spilinu. Mér finnst þetta bara vanhugsað og fljótfærnislegt og litað af þeirri hysteríu að það þurfi að finna eitthvað fljótt sem geti bjargað okkur úr kreppunni.

Matti - 20/08/09 23:01 #

ólíkt greininni um t.d. Global Warming, er ekki talað um neitt "scientific consensus".

Er ekki þokkalegt consensu hjá þeim fræðimönnum sem hafa sérþekkingu á þessu sviði?

Ég get ekki séð að grein eins og þessi skipti miklu máli.

Er þetta verkefni dæmi um eitthvað sem á að bjarga okkur úr kreppunni? Ég hélt að verkefnið hefði verið komið af stað fyrir hrun.

Ég stend bara við það að ég sé ekki betur en að öllum gagnrýnisröddum hafi ítrekað verið svarað (t.d. í opnu bréfi háskólaprófessoranna) en samt séu enn uppi raddir sem segi að það þurfi að stíga varlega til jarðar.

Auðvitað þurfa menn að fara varlega, en það er hægt að stöðva hvað sem er með slíkum kröfum ef ekkert mark er tekið á mótrökum.

Nonni - 20/08/09 23:18 #

Ég stend bara við það að ég sé ekki betur en að öllum gagnrýnisröddum hafi ítrekað verið svarað

Hvað með áhrif á matvælaútflutning og "græna markaðssetningu"? Þetta snýst ekki bara um vísindi, ekki frekar en hvalveiðar. Ekki það að mér sýnist hvalveiðar hafi skemmt mikið fyrir túrisma, eins og dómsdagsspár höfðu gert ráð fyrir.

Matti - 20/08/09 23:27 #

Ég held einmitt að hvalveiðadæmið sé ágætt svar við því. Ég hef einmitt verið á móti hvalveiðum á þeim forsendum.

Svo ég svari síðustu athugasemd minni sjálfur, þá kemur fram í opna bréfi prófessoranna að ORF hefur starfað nokkuð lengi og þetta er ekki nýtt mál:

Vert er að taka fram að ORF Líftækni fékk leyfi til sambærilegrar afmarkaðrar útiræktunar á erfðabreyttu byggi árin 2003 og 2005.

Ef einhverjir kæmu fram með ásökun sem vísindamenn gætu ekki varið nema með óljósum hætti "við verðum bara að taka sénsinn" þá væri ég líka skeptískur á þetta :-) Ég hef bara ekki séð neitt slíkt í umræðunni.

Vil svo bara bæta við að lokum (þó ég sé ekkert hættur) að ég var alls ekki að segja að barátta gegn byggi væri byggð á fáfræði vegna þess að Lárus segir það. Ég vísaði bara á hann vegna þess að ég nennti ekki að skrifa meira um málið :-)

Ragnar - 20/08/09 23:32 #

Ég heimsótti fyrirtækið í fyrsta skipti 2003 (vísindaferð), þá var ekkert komið í gang hjá þeim nema þróunarvinna sem sæi ekki fyrir endann á. Virkaði allt mjög áhugavert en mörg vandamál óleyst. Fyrirtækið var annars stofnað 2001. Það er fyrst núna sem hlutir eru að fara í gang og fyrirtækið getur mögulega farið að sýna hagnað. Við erum að tala um hátt í 8 ára þróunarvinnu !

Af hverju er ég svona sannfærður um ágæti erfðabreyttra tilrauna sem þessum ?

Vegna þess að ég kem ekki auga á neitt athugavert. Við erum að tala um markvissar erfðabreytingar á plöntu sem eru margfalt minni en kynbætur sem maðurinn hefur stundað á dýrum og plöntum í þúsundir ára, en þar erum við að tala um algerlega óútreiknanleg flutning erfðaefnis. Það má auðveldlega sjá með því að skoða þann stórkostlega mun sem er á hundakyni í dag, t.d. með því að bera saman St. Bernharðshund og chihuahua hund. Við búum núna yfir tækni til þess að gera þetta á markvissan hátt með því að breyta kannski ekki nema einu til tveimur genum. Áhyggja yfir að dýr og menn innbyrði hið breytta erfðaefni eða próteinið sem verið er að rækta byggist svo bara á grundvallar misskilingi á efnafræði. Við innbyrðum erfðaefni plantna og dýra á hverjum einasta degi og innlimum það svo sannarlega ekki í erfðamengi okkar sjálfs. Erfðaefnið er brotið niður og það skiptir engu máli hver samsetning þess sé. Við innbyrðum prótein og ensím (prótein með hvatavirkni) einnig á hverjum degi og það skiptir engu máli hvaðan það kemur heldur. Meltingarvegurinn brýtur þetta allt saman niður en heil virk prótein fara svo sannarlega ekki inn í blóðrásina.

Ef við ætluðum að hafa áhyggjur af slíkum hlutum, þyrftum við að hafa áhyggjur af öllu því sem við innbyrðum og það er svo sannarlega ekki búið að greina erfðamengi og próteinmengi hvers einasta tómats, banana, lambs, svíns o.s.frv.

Ég þekki minni til vistfræðilegra spursmála eins og í sambandi við hvort það gæti verið óheppilegt fyrir vistkerfið ef ný planta eins og þessi byggplanta (erfðabreytt eður ei) sé ræktuð úti, en ég get ekki séð að líffræðingar sjái neitt athugavert þar heldur miðað við það sem ég hef lesið.

Matti - 20/08/09 23:44 #

Mæli með athugasemdum Magnúsar Karls og annarra í umræðum við bloggfærslu Katrínar. Mér finnst þetta góður punktur hjá Magnúsi:

Ágæta Katrín…Þú getur ekki verið þekkt fyrir að nota nákvæmlega sömu rök og afneitunarsinnar í loftlagsmálum… “þrátt fyrir að helstu sérfræðingar telji að af þessu stafi engin markverð hætta af þessu þá er staðan bara þannig í þessum vísindum að þekkingin er enn sem komið er ófullkomin.” Með þessu gjaldfellir þú þá sérfræðinga sem hafa tekið afstöðu og notar rök SEM ALLTAF er hægt að nota þegar maður er ekki sammála fræðilegum rökum. Þessi punktur um óvissu er nákvæmlega það sem sem sérfræðingar taka tillit til í mati sínu. Þeir telja enga markverða hættu þessu samfara byggt á þeirriþekkingu sem nú er til staðar. Það er sem sagt byggt á bestu mögulegu þekkingu sérfræðinga á sviðinu. Þú valtar yfir slík rök með rökleysunni “þekkingin er enn sem komið er ófullkominn”. Öll fræðileg þekking er ófullkominn en við verðum að byggja alit okkar á bestu mögulegu þekkingu á hverjum tíma.

Hér er bein vísun á bloggfærslu Arnars Pálssonar.

Lárus Viðar - 21/08/09 07:24 #

Takk fyrir að vísa á þetta. Undanfarið kemst ég aldrei á netið nema rétt svona upp úr miðnætti (eins og nú) og er þá mjög syfjaður og hef rétt tíma til að blammera aðeins fyrir svefninn. Vildi að ég gæti skrifað eitthvað vitrænna um þetta en það tekur alltof langan tíma. Aðrir verða að sjá um að fræða fólkið um málið.

Guttormur - 22/08/09 14:23 #

Verstu hryllingssögurnar sem ég hef heyrt um sambandi erfðabreyttar vörur tengjast allar viðskiptaháttum stórfyrirtækjana sem rækta þær. Í Bandaríkjunum a.m.k. hafa þau einkaleyfi á erfðamenginu og þau hafa annaðhvort gert plönturnar ófrjóar svo ekki sé hægt að nýta útsæðið eða hótað lögsóknum til smábænda sem hafa verið svo óheppnir að fræ einkaleyfisplantnana hafa borist á akur þeirra. Þeim er svo hótað lögsókn noti þeir útsæðið af sínum eigin ökrum og brjóti þannig gegn hinum ströngu einkaleyfislögum sem ná yfir genamengi erfðabreyttu plönturnar hvort sem þeir vildu rækta þær eður ei.

Vandamálið er því frekar sú vafasama hugmynd að hægt sé að fá ótakmarkað einkaleyfi á öllu mögulegu, frekar en t.d. bara höfundarrétt. Held að það sé varla vandamál hérna. Ég hef hinsvegar trú á því að erfðabreyttar plöntur geti leyst ýmis vandamál ef þær eru notaðar á siðferðislega réttan hátt.