Örvitinn

Lagaði gemsa

Nokia E65 síminn sem ég erfði frá fyrrum samstarfsmanni hætti að virka um daginn eftir að ég missti hann í gólfið. Las ekki SIM kortið. Ég skipti yfir í eldgamlan síma sem hætti svo að virka í gær.

Googlaði vandamálið með E65 símann og komst að því að þetta var hægt að laga með því að troða samanbrotnum pappír með simkortinu til að það þrýstist á tengin. Prófaði það og viti menn, síminn er kominn í lag.

græjur
Athugasemdir

Þórir Hrafn - 24/08/09 16:06 #

Lenti í því sama með aðra týpu af Nokia síma fyrir nokkrum árum og þá dugði sama lausnin.

Því fylgdi reyndar að síminn byrjaði að hitna mjög mikið þegar hann var í notkun. Myndi fylgjast með því hjá þér.

kv. ÞHG

Matti - 24/08/09 16:12 #

Takk fyrir ábendinguna, ég hef það í huga.